Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 51

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 51
Jflffft Jkoffffff upp UMII um, sem hún var að selja, söng hún af hjartans lyst, og þar sem hún var undurfögur, dökk á brún og brá, með leiftrandi augu, tók umboðsmaður listamanna einu sinni eftir henni, og hann sá í hendi sér, að þar var um efni í stjörnu að ræða. Hann tók hana að sér, lét kenna henni að syngja og gaf henni nýtt nafn, Raquel Meller. Þegar hún hafði sungið á Spáni í tvö ár og öðl- azt meiri þroska, fór hann með hana til Parísar, sem hún sigraði í einu vetfangi. MATA Fyrir nokkru var frá því sagt í fréttum heimsblaðanna, að lát- in væri í Barcelona, 74 ára að aldri, kona að nafni Francis Marques Lop- ez. Fæstir munu hafa kannazt við nafnið, en þó var kona þessi einhver skærasta stjarnan á himni sönglist- arinnar á þriðja og fjórða tug þess- arar aldar, er hún söng undir nafn- inu Raquel Meller og var með eftir- sóttustu skemmtikröftum Evrópu. Það er naumast von til þess, að margir íslendingar kannist við hana, því að fregnir voru ekki eins fljótar að berast milli landa þá og nú, og til íslands barst heldur ekki það mikla fréttamagn, sem nú flæðir yfir landsmenn í blöðum, tímaritum og útvarpi. Og úti í heimi mundi frá- fall hennar að líkindum ekki hafa vakið verulega athygli, ef ekki hefði verið fyrir alveg sérstök atvik á ævi hennar. Raquel Meller var nefnilega kon- an, sem lagði frönsku gagnnjósnur- unum í hendur upplýsingar um ferðir Mata Hari, dansmeyjarinnar frægu, en afleiðingin var, að hún var tekin föst, dæmd og tekin af lífi. Þar var um að ræða einhver ein- kennilegustu og ótrúlegustu atvik, sem um getur í heimi veruleikans. Seldi blöð í upphafi. Francis Marques Lopez var af fá- tækum komin, og er það fyrst vitað um hana, að hún var svo að segja í rennusteininum í Valencia um tíma og seldi þar blöð, illa og fátæklega búin í alla staði. En milli þess að hún hrópaði upp nöfnin á blöðun- Þetta var árið 1911 — þegar hún var aðeins 23ja ára gömul — og frægð sína hlaut hún fyrst og fremst fyrir að syngja „LaViolett- era“ eftir José Padilla, sem marg- ir hér kannast við af laginu Ram- ona, sem enn er oft leikið og sungið. Um leið og hún söng La Violettera, gekk hún ofan af sviðinu og útbýtti fjólum meðal áheyrenda. Þannig sigraði hún í París, New York, Lon- don, hvar sem hún kom og lét til sín heyra. Mata Hari kemur til sögunnar. Svo skall styrjöldin á árið 1914 og hún hélt um tíma heim til Spánar, þar sem hún giftist þekktum blaða- manni, Gomez Carillo, og eignaðist með honum dóttur, sem skírð var Elena. Spánverjar stóðu utan við vopna- viðskiptin, en það væri synd að segja, að þeir stæðu að öllu leyti utan við styrjöldina, því að land þeirra var að einu leyíi vettvangur styrjaldar- aðila. Njósnarar voru þar á hverju strái, og Carillo blaðamaður um- gekkst þá að verulegu leyti og undi sér vel með þeim. Meðal annars kom hann oft í Ritz-gistihúsið í Madrid, þar sem hann kynntist Mata Hari og umgekkst hana talsvert. Ekkert skal um það fullyrt, hvort hann var að- eins að vinna skyldustörf sin sem blaðamaður eða hann átti eitthvað vingott við hina frægu dansmær, en hitt er víst, að eiginkona hans, Raquel Meller, var Spánverji fram í fingur- góma, og hún var alveg að sálast af afbrýðisemi. Hvíslað í eyra liðsforingja. Mata Hari var af hollenzkum ætt- um en lézt vera ættuð frá nýlend- um Hollendinga, Austur-Indíum, sem nú nefnast Indónesía, og klæða- burður hennar var í samræmi við það, er hún efndi til danssýninga, því að hún var léttklædd í meira lagi. Eft- ir að stríðið var skollið á, fór það orð brátt af henni, að hún væri njósn- ari í þjónustu Þjóðverja, og langaði bandamenn mjög til að hafa hendur í hári hennar, en tókst ekki. Raquel Meller vissi að sjálfsögðu um þenna orðróm eins og aðrir. Þegar hún frétti (að líkindum hjá manni sínum), að Mata Hari hefði í hyggju að fara í stutta heimsókn til Parísar, en koma síðan aftur til Spánar, setti hún sig í samband við ungan liðsforingja í hermálanefnd Frakka í Madrid og lét hann vita um fyrirætlanir njósnarans. Hún von- aði, að með því móti mundi hún geta náð sér niðri á konu þeirri, sem hún taldi keppinaut sinn, helzt losnað við hana. Séð eftir öllu saman. Liðsforinginn franski beið ekki með að koma þessum upplýsingum áleiðis til „Deuxieme Bureau“ — ann- arrar skrifstofu — í París, en svo hét sveit sú, sem barðist gegn njósnurum, en Raquel Meller vissi ekkert um öll þau skjöl varðandi Mata Hari, sem gagnnjósnasveitin hafði í fórum sín- um. Hún varð skelfingu lostin, þegar það, sem hún hafði aðeins ætlazt til að yrði slæmur grikkur við konu, er henni var illa við, breyttist í ein- hverja mestu æsifregn styrjaldar- innar, sem lauk fyrir framan byssu- kjaftana í Vincennes. Raquel Meller var gripin ógur- legri sektarkennd, svo að hún gat ekki á heilli sér tekið og lá löngum stundum á bæn fyrir framan Maríu- mynd og bað um fyrirgefningu. FRÚIN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.