Frúin - 01.06.1963, Page 19

Frúin - 01.06.1963, Page 19
Hinn yndislegi garður á Annetteveg, sem ég saknaði svo mjög. þessu sérkennilega landslagi og þess- um dularfullu litum náttúrunnar. Það var ein,s og sjálf eilífðin. Iðulega urð- um við að herða upp hugann og halda dauðahaldi í litla vininn, sem bar okkur, því að ómögulegt var að kom- ast einu feti lengra án þess að fara yfir straumharðar ár. Þetta var okk- ur góð kynning á sérkennúm lands- ins. Og ég sem hélt, að ekkert í kvik- myndaheiminum gæti komið mér lengur á óvart! Dauðþreytt hékk ég einhvern veginn á foakinu á hestin- um, þegar við eftir rúmra þriggja klukkustunda reið komum loksins að hinum undarlega, afskekkta bónda- bæ, þar sem við áttum að búa, og kvikmyndaleiðangrarnir voru gerðir út frá. Mér var fengið ofurlítið „ka- mes“, og þarna var allt mjög frum- stætt. Sængin, sem ég hafði, var heilt fjall, margfallt þykkari en sæng- urnar, ,sem maður fær uppi í sveit hjá okkur, en þrátt fyrir það varð ég að sofa í peysu á nóttunni sök- um kulda. Við konurnar urðum að skiptast á um ofurlítið vatnsfat til þess að þvo okkur úr, en ekki veit ég hvernig karlmennirnir björguðu sér. Að vissum utanhússþægindum lá löng og erfið leið. En við vorum svo kurteis og tillitssöm, að við festum þar upp áletrað spjald, þar til við urðum öll veik einn góðan veður- dag, — þá .stóðum við með stuttu millibili í biðröð eftir endilöngum stígnum! Auðvitað fannst okkur þetta allt mjög broslegt, en þó vor- um við mjög áhyggjufull undir niðri, því að við höfðum frétt, að tauga- veiki hefði skotið upp kollinum í sveitinni, og það var þriggja klukku- stunda reið til næstu símstöðvar, ef hringja þyrfti á lækni. Satt að segja var það í hæsta máta óþægilegt, að verða veikur á svona afskekktum stað. Einkanlega hefði það verið dap- urlegt fyrir þau okkar, sem áttu ást- vini ,sína svona órafjarri, og sem við söknuðum svo mjög. En á því létum við ekki bera fyrr en við vorum búin að breiða stóru sængina upp fyrir höfuð á kvöldin. Ánægju okkar verður ekki lýst, þegar sýndi sig, að sjúkdómurinn var aðeins venjuleg umgangsveiki. í öllum þessum einfaldleik, voru máltíðirnar þó það einfaldasta. Hvern einasta dag var borinn fyrir okkur sami maturinn. Ég veit ekki hvernig „hængeköd“ er skrifað á íslenzku, en það er reykt kindakjöt, og það var forréttur dagsins. Eftirrétturinn var hið fræga skyr, nokkurs konar súr- mjólk, sem eiginlega er ágætt á bragðið, en því miður bragðaðist mér það ekki þá. Einu sinni í viku feng- um við stóran, dásamlegan lax úr ánni. Það þótti okkur hátíðamatur. Þegar við vorum orðin uppiskroppa með síðustu sígaretturnar (þeirri síð- ustu var skipt í þrjá búta), sýndu karlmennirnir, félagar mínir, þá ridd- aramennsku, að fórna af sínu litla píputóbaki í sígarettu handa mér, og var ég mjög hrærð yfir þessu. Ég hafði, einu sinni þegar ég var á Spáni, lært listina að vefja sígarettu, og hér varð ég nú að vefja sígarettuna með salernispappír, með rammsterku tó- baki, og skemmtu félagar mínir sér konunglega yfir þessu. Engin Ab- dullasígaretta úr rósablöðum hefði þó smakkazt mér betur á þessu augna- bliki, enda varð maður bókstaflega að fá eitthvað til þess að örva sig í þessu tilbreytingarlausa lífi, sem við lifðum. Já, það var sannarlega tilbreyting- arlaust, því að það ausrigndi næst- um því hvern einasta dag meðan við vorum á fslandi. Bæði rithöf- undurinn og leikstjórinn áttu fullt í fangi með að missa ekki móðinn, og enginn undraðist það, því þetta var í þá tíð er .sólskin eða bjart grá- veður voru skilyrði til þess að hægt væri að kvikmynda. Stundum greip okkur djúp örvinglan. Þarna sátum við, útilokuð frá umheiminum, við kringlótt borðstofuborð í pinulítilli stofu, og gátum ekkert aðhafzt ann- að en að bíða og bíða. Við áttum ekki fleiri sögur í pokahorninu, sam- ræðurnar lognuðust út af, og það fór jafnvel að bera á smárifrildum. En strax og stytti upp, ljómuðu brosin á ný, og við sveifluðum okk- ur á bak litlu hestunum og köstuð- um okkur út í vinnuna af lífi og sáL Hesturinn minn hét Flóin, enda hopp- aði hnan eins og fló, og það var dásamlega hressandi og ánægjulegt að vera á foaki honum. Við urðum miklir vinir, Flóin og ég, og það var með angurværð að ég kvaddi hana, er við fórum. Skapið batnaði nú óð- um hjá okkur. Það var heilsusamlegt að fara ríðandi á milli, og vera úti í þessu hreina, sterka lofti allan dag- inn, hvort heldur rigndi eða eigi. Og þegar stytti upp fyrir fullt og allt, byrjuðum við aftur að kvikmynda af kappi. Þegar byrjað var eld- snemma á morgnana, áttum við stundum erfitt með að bæla niður sultartilfinninguna, en um 2—3-leyt- ið birtust frú Mehling og frú Kamban okkur eins og yndislegir ljósálfar á hestbaki, færandi okkur kaffi frá bænum. Það var bezta máltíð dags- ins, að okkur fannst, og gaf okkur verulega í svanginn. Kaffið og ný- bakaðar vöflurnar, sem voru í laginu eins og hjörtu, smökkuðust okkur dásamlega. Við Mehling lentum hvað eftir ann- að í lífshættu meðan á töku „Höddu- Pöddu“ stað. Gljúfrið, þar sem taka átti hættulegustu myndirnar, lá ná- lægt Hlíðarenda, bæ Gunnars, sem þekktur er úr Njáls sögu. Tvisvar sinnum sígur Hadda-Padda niður klettavegginn í reipi, i fyrra sinnið til þess að ná í töfrajurtina Angelike, og í seinna sinnið til þess að fremja sjálfsmorð. Undarlegast var, að ein- asta skráman, sem ég fékk, rispu í lófann, fékk ég þegar við vorum að æfa uppi á kletti, sem var í mesta lagi 4 metrar á hæð. En þegar ég að lokum lét mig síga í reipi úr geysi- mikilli hæð, skeði það slysalaust, og þegar við að kvikmyndatökunni lok- inni komum aftur til Reykjavíkur, sagði fjallaleiðsögumaður okkar mér, að þar í borginni tryði fólk því alls ekki að lítill kvenmaður hefði svifið yfir hyldjúpum gljúfrunum. Þessi ágæti og hugrakki maður var einn þeirra, sem sígur í björgin í hreiðrin, •sem skipta þar þúsundum. Hvort það var til þess að ná í eggin eða ung- ana, veit ég til allrar hamingju ekki. Lágvaxinn, kröftugur, kattlipur mað- ur. Hann settist fram á klettabrún- ina og sagði „góða ferð“, um leið og ég lét mig síga niður. Það skildi ég, þótt ég hefði ekki lært nema fáein íslenzk orð. Hið hlýja foros hans gaf mér svo mikið öryggi, að ég renndi mér óhrædd niður, og brosti meira að segja á móti, meðan ég sá vingjarnlegt andlit hans. Reyndar FRÚIN 19

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.