Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 7

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 7
ur því ennþá ekki svo lítil afskipti af þessu máli. Landsfundir kvenna. Upphaflega var það ætlun frú Bríetar að stofna kvenréttindadeildir víðsvegar um landið, sem svo stæðu í sambandi við félagið í Reykjavík. Ferðaðist hún í því skyni um landið og félög voru stofnuð á einstaka stað, t. d. á Akur- eyri, þar sem ég gekk fyrst í kven- réttindafélag. En á þessum fyrstu ár- um var íslenzka konan ekki orðin nógu félagslega þroskuð til slíkra samtaka og deildirnar út um land lognuðust út af. Þegar svo Kvenna- blaðið var líka hætt að koma út um 1920, þá fór að verða allerfitt að ná tali af konum út um landið. Höfðu þær mæðgur, Laufey og Bríet, af þessu miklar áhyggjur og átti Lauf- ey hugmyndina að því, að boða þær konur til fundar í Reykjavík og ræða við þær vandamál kvenréttindasam- takanna. Var boðað til fyrsta lands- fundar kvenna í Reykjavík 1923 og boðið til hans forgöngukonum kven- félaga og kvennastarfsemi víðsvegar að af landinu. Nú hafa verið haldnir 10 slíkir fundir, flestir í Reykjavík og venjulega á fjögurra ára fresti. Þessum fundum tókst að lokum að byggja upp landssamband Kvenrétt- indafélagsins á íslandi fneð þátttöku þeirra félaga víðsvegar um landið, sem lýstu því yfir í stefnuskrá sinni að þau aðhyltust stefnuskrá K.R.F.Í. og greiddu ofurlítið árgjald. Ekki lifði þó Bríet það að sjá þessa lausn á samvinnumálinu við félögin úti um land, en svo langt var málið komið, að lausnin var fyrirsjáanleg. Kvenfélagasamband íslands. Á Landsfundi K.R.F.Í. á Akureyri 1926, en þá var Bríet enn formaður félags- ins, var mikið rætt um hússtjórnar- skóla og hússtjórnarmál. Frú Ragn- hildur Pétursdóttir mætti á þessum fundi, en þeim Bríetu kom ekki alltaf vel saman. En á þessum fundi kom þeim saman um, að eiginlega ættu þær að skipta með sér málefnaflokk- um, þannig að Bríet og K.R.F.Í. hefðu réttindamálin á sinni könnu, en Ragn- hildur beitti sér fyrir hússtjórnar- og heimilismálin, en fjöldi kvenfé- laga víðsvegar um landið höfðu þessi mál fyrst og fremst á stefnuskrá sinni. Var á þessum fundi kosin nefnd til þess að athuga í sambandi við Búnaðarfél. íslands hvernig móta mætti krafta kvenfélaganna á þessu sviði og skapa þeim starfstæki í lík- ingu við Kvenréttindafélagið. Upp úr þessu óx síðan Kvenfélagasam- band íslands, sem orðið er að stór- veldi í kvennasamtökum landsins og hlotið hefur viðurkenningu fjárveit- ingarvaldsins með miklum framlög- um sérstaklega til ráðunautastarf- semi á sviði heimilismála. Þetta sama sumar, 1926, var Bríet á kvennalista til landskjörs og mætti hún á landsmálafundum norðanlands með öðrum frambjóðendum um leið og hún sótti Landsfundinn á Akur- eyri. Hún var þá að verða sjötug og nýbúið að skera af henni annað brjóstið, en í umræðum á fundum stóð hún sig svo vel og var svo traust- ur málflytjandi, að menn dáðust að, þó ekki væru þeir fylgismenn henn- ar. Því miður fékk listi hennar mjög fá atkvæði, jafnvel meðmælendur brugðust, konurnar voru þá orðnar svo háðar sínum pólitísku flokkum, að þær kusu þá en ekki kvennalist- ann, þegar á hólminn kom. Þetta var i síðasta sinn, sem borinn hefur ver- ið fram sérstakur kvennalisti til al- mennra kosninga. En Bríet tók sér þessi úrslit ákaflega nærri, hún dró sig þá að mestu út úr hildarleiknum og Laufey dóttir hennar tók við for- ustu Kvenréttindafélagsins. Menningar- og minningarsjóður kvenna. Síðasta framlag Bríetar Bjarnhéðinsdóttur til menningar og menntunar kvenna var hugmyndin um stofnun „Menningar- og minning- arsjóðs kvenna“. Stuttu áður en hún dó lét hún í ljósi þá ósk við Laufeyju dóttur sína, að nokkrar krónur, eins og hún orðaði það, sem hún hafði geymt til jarðarfarar sinnar, væru notaðar til að stofna sjóð með þessu nafni. Væri árlega safnað fé til sjóðs- ins og síðan svo fljótt sem unnt væri veitt fé úr honum til styrktar ungum konum til náms, eða sem styrkur til ritstarfa, eða verðlaun fyrir ritgerð- ir, einkum um þjóðfélagsmál. Bríet leit svo á, að konur bæru enn mjög skarðan hlut frá borði við styrkveit- ingar og námsviðurkenningar, og því varð þetta hennar síðasta gjöf til þeirra. Sjóður þessi hefur vaxið og dafnað, hefur verið úthlutað úr hon- um fé síðan 1946, svo það eru orðnar allmargar konur, sem hann hefur orð- ið að liði. Enda þótt æskilegt hefði verið að upphæðir til einstaklinga hefðu getað verið hærri, þá hafa þær að minnsta kosti verið viðurkenning til viðtakenda og vonandi glatt og örvað til frekari átaka. ★ Ég er nú komin að síðasta kafla þessarar ritgerðar, og hann verður al- veg persónulegur. Bríet sýndi mér meiri trúnað, en hún hefur líklega látið flestum öðrum í té, ég sá og kynntist manneskjunni á bak við hið hrjúfa yfirborð, skynjaði hennar djúpa sárauka, þegar almenningur hélt að hún fyndi lítið til. Nú þegar hún er dáin fyrir tvo löngu, finnst mér það næstum því skylda mín að varpa nokkru ljósi á skapgerð henn- ar, ef vera mætti að það dragi nokk- uð úr þeim ómildu dómum, sem hún hlaut oft. Því Bríet hlaut mikið að- kast, eins og venjulegt er með mann- eskjur, sem eru langt á undan sínum tíma. Kvenréttindamálið var ekki vinsælt framan af og foringinn var óbilgjarn áhlaupa- og baráttumaður, sem aldrei lét undan síga eða baðst vægðar. Og landar hennar notuðu það meðalið, sem íslendingum hefur jafn- an verið nærtækast: háð og spott. Það var jafnvel einu sinni gefið út af henni póstkort, sem galdranorn, ríðandi á kústaskafti og háðvísa fyr- ir neðan. Þeir, sem gáfu þetta kort út hafa sjálfsagt þénað vel á því, því það seldist um allt land, en Bríet lét sem hún vissi ekki af því. Ég ætla annars ekki að fara að telja upp all- ar þær svívirðingar, sem yfir hana dundu, hún stóðst þær án þass að nokkur sæi henni bregða, en þær settu sitt mark á æskuár Laufeyjar dóttur hennar og mótuðu líklega allt hennar líf, gerður hana yfir við- kvæma og jafnvel líka tortryggna, hún sá duldar árásir jafnvel í mein- lausustu hlutum, ef svo bar undir. Þess vegna varð líka þakklætið til skólabræðra hennar í menntaskólan- um svo mikið, þeir voru aldrei með neinar slettur um móðurina, en um- gengust Laufeyju eins og góðan fé- laga, og urðu sumir vinir hennar til dauðadags. Auk spottsins var einkalíf Bríetar óspart dæmt harðlega. Heimilishald hennar átti að vera fyrir neðan allar hellur, sögur voru sagðar af harð- stjórn hennar yfir eiginmanninum, hjónabandið átti að vera alveg mis- lukkað o. s. frv. Eftir að ég kynntist Bríetu, en það var reyndar ekki fyrr en 1926, kom ég mjög oft á heimili þeirra mæðgna. Laufey var smekk- kona mikil og þráði fegurð í öllum myndum, hún elskaði sfalleg föt og fallegt heimili. Getur verið að það hafi að einhverju leyti kastast til baka til móðurinnar þannig, að hún hafi farið að reyna að fullnægja þess- ari þrá dótturinnar. Svo mikið er víst, að ég sá aldrei annað en reglu- FRUIN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.