Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 41

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 41
V TRUN Ballgríms Péturssonar Hallgrímur Pétursson, trúarskáldið mikla, lá banaleguna. Guðríður Símonardóttir kona hans sat við rúmið hans og hagræddi hon- um. Guðríður þessi hafði verið her- tekin af Tyrkjum og lært að trúa á Múhameð spámann. Var henni kór- aninn kunnari en Biblían, Allah æðri en Jahve og Múhameð kærari en Kristur. Höfðu mörg af andríkustu trúarljóðum skáldsins verið meðfram ort í því augnamiði, að sannfæra hana um ágæti kristindómsins, og fylla sál hennar kvalahrolli eilífrar útskúfun- ar, svo að hún iðraðist og sneri sér í tíma til trúar á hinn pínda og upp- risna endurlausnara kristinna manna. Árangurslaust hafði hann lesið henni passíusálma sína. Annara 'hjörtu bræddu þeir upp í báleldi trúarinn- ar, en hjarta hennar gátu þeir ekki snortið. „Þetta er vel ort og gott til síns brúks, Hallgrímur minn, og samboð- ið preststöðu þinni, en það kemur ekki mál við mig,“ sagði hún. Því átakanlegra varð þetta fyrir hann, þar sem hann unni konu sinni hugástum og fannst hann hlyti að standa ábyrgðarfullur fyrir sálarvel- ferð hennar frammi fyrir allsvaldandi guði, þótt hann væri sjálfur svo vel búinn fyrir sér að gera, að hann ef- aðist aldrei um eigin sáluhjálp. Að öllu öðru leyti var sál hans löngu undir það búin að yfirgefa .syndum seldan mannheiminn, flytja sig úr fúna og brotna líkamshreys- inu og svifa á englavængjum í misk- unnarfaðm frelsarans fagra. Hugarangur séra Hallgríms sendi æ daprari og myrkari skuggamyndir á sóllöndin, sem framundan lágu. Sjón trúar hans, sem sá nú enn skýrar eftir að líkamsaugu hans voru lokuð, leit í anda miskunnarhönd guðs lyfta sér í dýrðina eilífu, sem rétttrúuðum mönnum er fyrirbúin. Og á sömu stundu kom loppa ein mikil, grá og loðin, og dró Guðríði hans niður í kolsvört undirdjúp eymd- arinnar óendanlegu, sem geymir van- trúarmenn, trúvillinga og heiðingja. Út frá þessum hugleiðingum féll á hann sætur blundur rétt fyrir and- Þessi fallega frásögn sýn- ir okkur táknrænt, að trúin sjálf er í raun og veru það sem máli skiftir. Ef trúin gerir mennina betri nær hún tilgangi sínum. Kristnir inenn ættu að hugleiða, að trúin á guð er aðalatriðið og skiftir ekki höfuðmáli liverju nafni trúflokkarnir nefnast. látið. Og hann sá engil drottins koma inn um baðstofudyrnar. Engillinn snerti hann, þar sem hann hvíldi í rúminu, og á sömu stundu varð hann heill og ungur og bjartur eins og í gamla daga, þegar hann dreymdi meir um dýrð heimsins en himinsins, og hann leit með öðrum og víðsýnni aug- um yfir trúarlíf mannanna. Og eng- illinn lagði enn fremur sína mildu hönd yfir konuna hans öldruðu, og einnig hún varð björt og fögur og ung, svo hann hafði aldrei séð hana þvílíka. En svo mikið ljós fylgdi engl- inum, að baðstofan og allt, sem í henni var, nema þau þrjú, hvarf í geisladýrðinni. Og án þess að séra Hallgrímur gæti greint að engillinn hefði flutt þau burtu úr baðstofunni, fannst honum hann vera í himnaríki, og hann sá guð í hásæti og alla út- valda umhverfis hann. Þá undraðist .séra Hallgrimur, laut englinum og mælti: „Herra! Getum við verið í himna- ríki án þess að hafa komizt þangað?“ En engillinn svaraði honum bros- andi og sagði: „Himnaríki er allsstaðar þar sem guð er.“ Að svo mæltu leiddi engillinn þau hjónin fram fyrir guð almáttugan. En mitt í sælu sinni gat þó séra Hall- grímur ekki gleymt kvíðanum fyrir forlögum konu sinnar. Hann féll fram á ásjónu sína, frammi fyrir hásæt- inu, og hóf upp augu sín til guðs, mælandi: „Réttláti drottinn Abrahams, ísaks og Jakobs, og faðir frelsara vors, Jesú Krists, hvers nafn, kenning, pínu, dauða og konungdóm ég aumur og vesæll þjónn hef í veikleika reynt að kunngjöra mönnunum, með sálm- um, bænum og prédikunum, lít í náð þinni til mín, og minnstu ei framar misgerða minna, sem sonur þinn elskulegur leið fyrir og hvítfágaði með. sínu blessaða blóði —.“ Hér þagnaði séra Hallgrímur and- tak. Hann varð að upphugsa kröftug- ustu hjálparyrðin, sem íslenzkan átti, því nú ætlaði hann að biðja kon- unni sinni, trúvillingnum, miskunn- ar hjá guði almáttugum. Hann leit kvíðandi augum framan í drottin, en andlit guðs var einn dýrlegur un- aðsljómi. Og miskunn og skilnings- full samúð skein úr hverjum geisla augna hans. Séra Hallgrímur fann, FRÚIN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.