Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 61

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 61
krukku og sjóðandi sykurleginum hellt yfir. Ef vill, til öryggis, þá hell- ið betamon upplausn í. Bindið yfir. Eiga að geymast vel. Ofnsteiktar kartöflur. 12 stórar ofnsteiktar kartöflur. Þvegnar vel og burstaðar. Bakaðar í heitum ofni. Þá eru þær skornar eft- ir endilöngu eða þversum. Þá er maukið losað þannig, að hýðið sjálft sé heilt. — í maukið sjálft er brætt 60 gr. af smjöri, 100 gr. af rifnum osti, eggi, osti, salti og múskati ef vill og ef það er of þykkt þá mjólk eða rjóma. Hrært vel saman og fyllt í hýðið aftur. Setjið smjörlíki á og bakið aftur í ofni þar til það er orð- ið ljósbrúnt. Ágætur sérréttur. Grænmetisfat. Blómkál, hvítkál, gulrætur, as- parges, baunir, tómatar, blaðsalat, söxuð pétursselja, agúrkusneiðar. Blómkálið soðið í léttsöltu vatni, ekki of lengi, síðan sneitt, einnig gul- ræturnar. Hvítkálshöfuð skorið í 4— 8 hluta, eftir stærð. Baunir og as- parges hitað. Fallegt er að nota kringlótt, stórt fat, með hvítum pentudúk. Raðið grænmetinu smekklega á fatið og skreytið með tómötunum, salati og agúrkum. Ágætt er að láta nokkra smábita af smjöri hér og þar og strá síðan pétursseljunni yfir. Grænmeti með lirís- grjónum og tómatsósu. Púrrur, rósenkál, gulrætur, hvít- kál, baunir. Soðið létt. Púrrurnar eru skornar í ca. 10 cm hluta. Sé maður með stórar gulrætur er skemmtilegt að útbúa úr þeim gul- rótarskálar. Gulræturnar eru þá skornar í ca 5 cm hluta, soðnar að- eins meirar. Bitarnir holaðir innan og riflaðir að utan. Fylltir með baun- um t. d. Stórt fat með pentudúk. Púrrurnar reistar upp á miðju fat- inu og studdar með káli og öðru græn- meti raðað með tómötum og péturs- selju. Látið nokkra smjörbita á. Ljós og mild tómatsósa borin með. Blómkál með eggjum og tómötum. Blómkálið soðið heilt og rétt meirt. Eggin harðsoðin og skorin í 4 báta. Tómatarnir einnig skornir í báta. Á fatið eru lögð salatblöð í hring, egg- in og tómatarnir ofan á og blómkálið í miðjuna. Smjörbitar yfir blómkálið og saxað persille yfir. Hvítkál, hrátt með rjómasósu. V2 kg hvítkál, 1 dl rjómi, ca 70 g sykur, 2 msk sítrónusafi, 14 tsk salt, örl. pipar. Rjóminn þeyttur, kálið skorið mjög smátt og blandað saman í skál. Bor- ið með fisk- eða kjötréttum. Grænmetisgratín. V4 kg blómkál, V\ kg gulrætur, Vt kg rófur, 40 g smjörlíki, 40 g hveiti, 2 dl grænmetissoð, 2 dl mjólk, 2 egg, salt, st. múskat, brauðmylsna. Sósan er bökuð upp, aðeins kæld. Eggjarauðurnar hrærðar vel ásamt kryddinu. Grænmetinu blandað sam- an við og að lokum stífþeyttum eggja- hvítunum. Sett í gratinskál. Brauð- mylsnu stráð yfir. Bakað í ofni ca V2 klst. Borið strax á borð með smjöri. Kalt grænmetisfat. Hvítkál og rauðkál (bezt úr kæli) er skorið mjög smátt. Gulrætur rifn- ar, blómkál í litlum búkettum eða skorið. Sveskjur skornar í lengjur. — Öllu raðað þversum á fat eftir litum og sítrónusafa hellt yfir. Borið fram með kjötréttum. Fiskur og grænmeti í formi. 900 g lúða, (IV2 kg ef annar fisk- ur er notaður), salt, V2 kg gulrætur, 250 g blómkál, 60 m smjörlíki, 60 g hveiti, lítill laukur, V2 1 fisk- og grænmetissoð, 1 dl í'jómi, st. pipar, 1 msk sítrónusafi. Fiskurinn er hreinsaður og skorinn í sneiðar, salti stráð yfir. Gulræturn- ar látnar soðna og skornar í ca V2 cm þykkar sneiðar. Þetta hvoru- tveggja brúnað létt á pönnu. Blóm- kálið soðið aðeins meirt. Sósan á að vera létt brúnuð, laukurinn settur í og þynnt út með soði og rjóma. Kryddað eftir smekk. Síðan er fisk- inum og grænmetinu raðað í form og sósunni hellt yfir. Brauðmylsnu stráð á. Bakað í ofni í co V2 klst. Kálfanýru með makkarónum. 200 gr. makkarónur, 2 kálfsnýru, 2 dl. matarolía, 2 hakkaðir laukar 1 hakkaður hvítlaukur, 2 matskeiðar söxuð steinselja, 200 gr. reykt svína- fleks, 2 tómatar, seljusólarsalt, pip- ar og paprika. Sjóðið makkarónurnar í 12—14 mínútui' í söltuðu vatni. Sigtið þær og veltið upp úr smjöri í potti. Nýrun eru hreinsuð, himnur teknar af og þau skorin í smáteninga sem brún- aðir eru í olíunni. Takið kjötið af og brúnið laukinn og hvítlaukinn í olíunni, síðustu tvær mínúturnar er steinseljan látin brúnast með. Kjötið látið í pottinn aftur. Reykta fleskið er steikt og síðan tómatsneiðarnar í fleskfeitinni. Leggið nýrnabitana á botninn áfati og makkarónurnar í eitt lag yfir. Skreytið með tómat- sneiðunum og reykta fleskinu. Berið FRÚIN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.