Frúin - 01.06.1963, Page 2

Frúin - 01.06.1963, Page 2
Kynþokki ei* ekki einhlítui* Þótt svertingi sé svartur, þurfa hugsanir hans ekki að vera það. Þær geta verið hvítari en hugsanir hvíts manns. Og Kinverji getur vel litið lífið réttum augum, þótt hann sé með skásett augu. Það sést greinilega á hinni ágætu bók Lin Yutangs, „Jarð- nesk sæla“, sem orðið hefur mjög vin- sæl víða um lönd. Hugsunarháttur hvítra manna og Kínverja er líkur að því leyti, að þeg- ar þeir ræðu um fjölskylduna, tala þeir um „fjölskyldumeiðinn“. Hver einstaklingur er eins og grein á stór- um meiði, og hver einstaklingur hef- ur sinu hlutverki að gegna, gerir ætt- inni, meiðnum, gagn eða smán. Og áhrif konunnar standa á gömlum merg; þau eru frá þeim tíma, þegar hún var „þjónandi engill“ á heimil- inu. Lin Yutang segist hafa séð marga slíka engla, en aðeins á heimilinu, þar sem konan ríkir og hefur helg- að sig ástinni á fjölskyldu sinni. Það er fögur mynd, sem þannig er brugðið upp, en því miður ligg- ur í augum uppi, að slíkir „þjónustu- englar“ eru ekki á hverju heimili. Þá á makinn verulegan hluta sakar- innar, en samt er leitarljósinu fyrst og fremst beint að konunni. En Lin Yutang sér bæði kost og löst á konunni. Hann dáir það þrek, sem hún auðsýnir við að gera mann- inum sem mest til hæfis, — hún megrar sig, lætur nudda sig, rýður sig allskonar smyrslum, og þar fram eftir götunum. Og karlmanninum finnst þetta harla gott, því að það l'jörgar gráan dag. En Lin Yutang finnst ekki rétt að farið, því að allt miðar þetta að því að auka kynþokka konunnar, sem nefntst á erlendu máli „sex appeal“. Ekkert atriði líkama konunnar má vera með eðlilegum hætti. Hann hefur aldrei vitað um aðra eins gernýtingu kvenlíkamans. Austurlandabúi skilur þetta ekki. Honum finnst of mikil áherzla lögð á „kynið“, of lítið hugsað um „kon- una“, og þessi kynþokkadýrkun hafi sett mót sitt á ástir og hjúskap vorra tíma. Honum finnst, að sumir telji, að kynþokki sé eina ,,tækið“, sem konan hefur til að krækja sér í mann. Ætli það sé ekki eitthvað til í þessu? Sjáið bara allar auglýsingarnar um það, sem konan þarf að nota vegna kynþokkans — eða nektarsýningar, sem konur sækja, þótt erfitt sé að tengja þær virðingu fyrir konunni. Og fleira mætti telja. Lin Yutang lítur á konuna sem verndarengil heimilisins, og hygginn maður á að velja sér konu í samræmi við það hlutverk. Valið getur ráðið, hvort heimilislífið verður blessun eða böl. Skartgripir pi; ■ Steinhringir, hálsmen, armbönd úr gullí og sílfri, í góðu úrvalí. Guðlaugur Magnússon skartgripaverzlun Laugavegi 22A Hagkaup Flestar konur þekkja nú af eigin reynd að lang beztu kaupin eru gerð í Hagkaup og mörgum er óskiljanlegur þessi mikli verðmismunur. A hverjum degi eru teknar fram nýjar vörur og verðin — auglýsa sig sjálf- Við gefum einmg út pöntun- arlista til mikils hagræðis fyrir konur utan Reykjavík- ur. Þar sjá þær myndir af vörunum, fá nákvæma lýs- ingu og verð. Síðan geta þær pantað og mega skila vör- unum og fá þær endurgreidd- ar ef ekki líkar. — Gerist ásknfendur, sendið okkur nafn, heimilisfang og áskrift- argjaldið sem er aðeins kr. 10.00 á ári. Húsmæður, verzlið aðeins þar sem hagkvæmast er að verzla. Póstverzlunm Miklatorgi — Reykjavík.

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.