Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 58

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 58
Poppes keisaradrottning að er víst farið að renna upp fyrir mönnum, að það er alls engin nýjung, þótt konur á vorum dögum eyði bæði miklum tíma og stórfé í notkun fegrunarsmyrsla og lyfja, fái alveg sérstaka meðhöndlun til að varðveita fegurð þá og æsku- þokka, sem þær eru gæddar eða til að öðlast það, sem þær hafa aldrei átt. En þeir eru færri, sem vita, að hefðarkonur þær, sem uppi voru í Rómaborg fyrir 1900 árum, lögðu stund á fegrun og snyrtingu af slíkri riatni og umhyggju, að aldrei hefur verið farið fram úr þeim í því efni. Meðal þessara fegrunar- sérfræðinga — því að margar þeirra urðu sannir sérfræðingar í þessu til- liti — var ein, sem enn er minnzt, þegar þetta atriði ber á góma, og það hin fagra kona Nerós, Poppea Sabína. Hún var af tignum ættum og gift vini keisarans, en hún hafði einsett sér að verða keisaradrottning og henni lánaðist það. Hún var ólík flestum konum um þær mundir, því að þær voru dökkar yfirlitum, en hún var björt og ljóshærð, og það hlýtur að hafa átt við í þann tíð eins og síðar, að „gentlemen prefer blonds“, eins og skáldkona amerísk skírði bók sína — og mun þó vart hægt að sæma Nero gentleman-nafn- bótinni. En hvað um það, hún fékk skilnað frá manni sínum, og Nero rak fyrri konu sína frá sér og gekk að eiga Poppeu árið 62 e. Kr. burð. Enginn vafi er á, að hún kostaði kapps um að varðveita hið bjarta yfirbragð sitt. Til marks um það er bað hennar, sem frægt varð, því að hún baðaði sig aldrei í öðru en ösnumjólk. Hvar sem hún var á ferð, fékk hún ösnumjólkurbað á degi hverjum, og þar af leiðandi var alltnf stór hópur af ösnum í „föru- nejti hennar, svo öruggt væri, að hún fengj bað af réttu tagi. Poppea skipti einnig við konu nokkra, er Locusta hét, og var fræg fyrir brugg- un ástardrykkja og fegrunarlyfja, og hjá henni fékk drottningin sérstakan vökva, sem hélt hárinu ljósgullnu, og allir hinir þekktustu sérfræðing- ar á sviði fegrunar urðu að þjóna henni með ýmsum hætti. Snyrting tiginna Rómarkvenna tók margar stundir á degi hverjum, því að auk þess sem þær fóru í bað og létu síðan rjóða og nudda líkama sinn allan með ilmsmyrslum, voru þær mjög natnar við hár sitt og ekki mátti heldur láta andlitsförðun vanta. Sumir kunna að halda, að það sé einhver nýjung, að konur láta leggja bylgjur í hár sitt, en jafnvel þá, í Róm hinni fornu, gátu konur fengið „permanent", þótt ekki væri rafmagnið komið til sögunnar sem hjálpartæki, því að notazt var við vissar leirtegundir og mikinn hita, til að venja hárið, eins og óskað var Þessi meðhöndlun átti sér aðeins stað við og við, en andlitssnyrting og förðun fór fram á degi hverjum. Belladonna var notað í augun, til þess að stækka þau og fegra, auga- brúnirnar voru myndaðar vandlega og litir og andlitsduft var notað mjög mikið. Á fyrstu öldum kristins tímatals var ljóst hár mjög dáð, en Rómverj- ar komust í kynni við hinar bjart- hærðu þjóðir, er þeir sóttu inn í Germaníu, og þaðan fluttu þeir Ijós- hært fólk, karla og konur, sem fanga heim til sín. Suðurlandabúar, sem voru dökkir á brún og brá, dáðu mjög sítt, ljóst hár germönsku kvennanna, og ekki var nema eðli- legt, að hinar tignu konur í Róm reyndu að láta lita á sér hárið. Þær, sem gátu ekki fengið neinn lit til þess, gripu til þess að fá sér hárkoll- ur, og hár af germönskum konum var mjög eftirsótt til framleiðslu á þeim. Margar hefðarkonur borgar- innar gengu þannig raunverulega með hár ambátta sinna og töldu það sér til tekna. Poppea varð ekki langlíf, því að hún dó aðeins þrem árum eftir að hún giftist Neró. Hafði hún ekki kunnað að beita fegurð sinni gagn- vart nonum? Eða hafði eiturbyrlar- inn Locusta einnig beitt list sinni gagnvart hinni tignu húsmóður sinni? Það veit enginn, en meira en þúsund árum síðar skaut nafni henn- ar upp með slíkum hætti, að það varð þekkt um allan heim, þar sem menn skilja frönsku og þýzku. Mað- ur nokkur bjó til nokkrar leikbrúð- ur til notkunar í brúðuleikhúsi, og meðal þeirra var Poppea nokkur, sem koma átti fram í brúðuleikriti. Poppeu-brúðan varð mjög vinsæl, svo að öll börn langaði til að eignast slíkan grip, og var þá búin til eftir- líking, sem var einfaldlega kölluð Poppea. Þetta orð breyttist smám saman í munni almennings og varð að franska orðinu poupée, svo og þýzka orðinu Puppe, sem bæði þýða brúða. Þannig lifir drottning Nerós enn í heimi barnanna í þessum lönd- um, þar sem leikið er að brúðum. Kæra Frú! Gefðu mér nú skjót ráð. Ég vinn hjá ágætum manni. Hann er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sem ég vinn hjá. Honum dauð leiðist, því konan hans er á spítala. Hann hefur oft beðið mig að koma með sér út á veitingastað, en ég hef ekki kunnað við að fara með honum. Hann er orðinn hálf önugur við mig. Hvað á ég að gera? Dóra. SVAR Þér getur ekki fundizt það rétt að fara út með manninum, annars vær- ir þú ekki að spyrja mig. Ekki veit ég hvort þú og kona hans eruð kunn- ingjar, sé svo horfir málið öðru vísi við, annars sé ég ekki að það komi til greina að þú farir út með honum. Þú hefur ekki aðrar skyldur við hann en að vinna þitt verk. Sýndu honum í tvo heimana, þú hefur engu að tapa, en allt að vinna. 58 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.