Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 37

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 37
llviln skyrtan prjón og lagt til hliðar. Annað stykki prjónað eins. Síðan eru bæði stykk- in sameinuð með því að búa til 13 lykkjur á milli þeirra. í annari hverri umferð er síðasta lykkjan af fyrra stykkinu tekin fram af prjóninum, fyrsta lykkjan af viðbættu lykkjun- um prjónuð, og lykkjan á undan síð- an dregin yfri hana. í lok umferð- arinnar er síðasta viðbætta lykkjan og fyrsta lykkjan á öðru stykkinu prjónaðar saman, og umf. siðan prjón- uð út. Þegar eftir er aðeins ein af viðbættu lykkjunum, eru teknar úr 2 lykkjur þar. Síðan prjónað áfram á 74 lykkjunum, sem eftir eru, Eftir 25 cm frá uppfitjun, er prjónuð 1 umferð brugðin, síðan 6 umferðir sléttar fyrir faldinn, og svo fellt af. Bakstykkið prjónað á sama hátt og framstykkið. Saumur: Pressið stykkin. Saumið hliðarsauma og hafið þá 1V2 cm breiða. Pressið saumana á röngunni og kastið þá. Saumið skálmasaumana og brjótið inn faldana og saumið. Dragið teygjuband í gegn í mittið. J akkinn: Hægri boðungur: Fitjið upp 52 lykkjur með bláu garni á prjóna nr. . Prjónið 5 umf. sl. prjón, síðan 1 umf. brugðið og prjónið .síðan áfram sl. Á hægri kanti eru 6 lykkjur ávallt prjónaðar 1 sl., 1 br., og mynda þann- ig lista framan á boðungnum. Aukið í 8 lykkjum á prjóninn með jöfnu millibili, og prjónið áfram sl. Eftir 14 cm frá uppfitjun, eru prjónaðar 2 lykkjur saman næst lykkjunum 6, sem mynda boðungslistann, 18 sinn- um í annarri hv. umf., og síðan 5 sinnum í 4. hv. umf. Samtímis 5. úr- töku eru felldar af 2 lykkjur í vinstri 'hlið, því næst felld af 1 lykkja (1 laus fram af, næsta prjónuð , hin dregin yfir) þrem lykkjum frá vinstri kanti 26 sinnum í annarri hv. umf. Á sama hátt er í hægri kanti því næst felld af 1 lykkja fjórum lykkjum frá kanti 3 sinnum í annari hv. umf. Kantlykkjurnar 6 eru prjónaðar á- fram 1 sl., 1 br. í 7 cm 1 viðbót, síðan geymdar á nál. eða þræði. Vinstri boðungur: Prjónaður gagn- stætt hægri boðung. Á vinstri kanti eru gerð 4 hnappagöt: 2 lykkjur felldar af 3 lykkjum frá kanti, og í næstu umferð búnar til aðrar 3 yfir þeim. Fyrsta hnappagatið er gert í 3. u.mferð frá faldi, annað 3 umf. seinna (hnappagötin 2 í faldinum eiga að standast á), hin tvö hnappa- götin eru gerð með 5V2 cm millibili. Eftir 2. úrtöku í hálsmáli, er vasinn búinn til: Prjónaðar 3 lykkjur, 2 saman, 6 lykkjur. Lykkjurnar geymd- ar. Á 18 lykkjunum, sem eftir eru, er prjónuð 1 umf. sl. eftir 3. úrtöku, síðan 1 umf. sl. á röngunni, þá 5 umferðir sl. fyrir faldinn, og svo fellt af. Fitjið upp sér í lagi 18 lykkj- ur fyrir bakstykki vasans, prjónið 6 cm sl. prjón, og með þessar lykkj- ur fyrir aftan vasann er nú prjón- að yfir allar lykkjurnar á boðungn- um. Bak: Fitjið upp 70 lykkjur, prjón- ið 5 umf. sl., því næst 1 sl. á röng- unni og prjónið síðan áfram sl. prjón. Aukið 10 sinnum með jöfnu millibili á næsta prjón. Eftir 17 cm eru prjón- aðar 2 lykkjur saman 3 lykkjum frá hægri kanti og 1 felld af (sbr. að ofan) 3 lykkjum frá vinstri kanti. Úrfellingin er gerð 26 sinnum í ann- arri hverri umferð. Lykkjurnar, sem eftir eru felldar af í einu. Hœgri ermi: Fitjið upp 38 lykkj- ur, prjónið 5 umferðir sl. prjón, 1 umferð sl. á röngunni og haldið áfram með sl. prjón, aukið 8 lykkjum í með jöfnu millibili í fyrstu sl. umferð- inni. Aukið 1 lykkju í sín hvoru megin, 2 lykkjum frá kanti 6 sinn- um í sjöttu hverri umferð og síðan 6 sinum í 4. hverri Umferð. Eftir 21 cm eru felldar af 2 lykkjur, síðan prjónaðar saman 2 lykkjur þrem lykkjum frá hægri kanti og 1 felld af 3 lykkjum frá vinstri kanti, 26 sinnum í annarri hverri umferð. Úr- takan ofan á erminni er gerð þannig: Við 21. úrtöku eru miðlykkjurnar fjórar prjónaðar þannig, að fyrst eru prjónaðar 2 saman, þá 1 tekin framan af prjóninum, sú næsta prjónuð og lausa lykkjan dregin yfir hana. Þetta er gert 4 sinnum í 4. hverri umferð. Lykkjurnar 8, sem eftir eru, felldar af í einu. Vinstri ermi prjónuð gagnstætt þeirri hægri. Saumur: Stykkin pressuð. Hliðar- saumarnir saumaðir. Ermasaumarnir saumaðir og ermarnar settar í. Lykkj- ur axlsaumanna saumaðar saman og hálslistinn saumaður við. Saumaður faldurinn neðan á jakkanum, ermun- um, og faldurinn á vasanum. Hnappa- götin á ermalíningunum köstuð sam- an, og 3 gylltir hnappar saumaðir á sinn hvorn boðung. -¥■ Aðeins einhver máttugri mannin- um, getur stjórnað mætti atomsins! (kjarnorkunnar). Lisa Meitner, kjarnorkufræðingur. * Jeg trúi á ódauðlega sál. Vísindin hafa staðfest, að enginn hlutur, eða efni, getur orðið að engu. Líf og sál geta þess vegna ekki orðið að engu, og eru (þar af leiðandi) því ódauð- leg. Wernher von Braun, eldflaugasérfræðingur. -X FRÚIN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.