Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 45

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 45
Enginn veit fyrirfram hvernig hann muni bregðast við, þegar örlögin greiða honum þung högg og sárs- aukafull. Stella Davenport var lífsglöð og áhyggjulaus ung kona, nokkuð yfir- borðskennd. Þegar hún var tuttugu ára, giftist hún glæsimenninu Robert Davenport. Ástæðan fyrir því var að líkindum sú, að hann svaraði í einu og öllu til þeirrar myndar af væntanlegum eiginmanni, sem hún hafði skapað í huga sínum. Og hjú- skapur þeirra varð mjög hamingju- samur. Þau lifðu áhyggjulausu lífi í amerískri smáborg. Umhverfis hús- ið, sem þau áttu, var stór garður, sem lá niður að litlu vatni. Veður var hlýtt allan ársins hring á þessum slóðum, og það var vani þeirra að róa út á vatnið á kvöldin, þegar Ro- bert kom heim frá vinnu sinni. Það var í rauninni ekkert, sem benti til þess, að þessi sælutími mundi nokkru sinni enda. Framtíðin var björt og full af fögrum vonum, og þau voru bæði ung. Þau skorti ekki neitt. En svo gerðist það .... Það var á rigningardegi að haust- lagi, þegar Robert þurfti að fara í viðskiptaerindum til næsta bæjar. — Eg kem líklega ekki fyrr en um áttaleytið í kvöld, Stella, sagði hann við konu sína. — En verði ég seinna á ferðinni, þá hringi ég og læt þig vita. Klukkan varð átta, og hún varð níu, en það var ekki fyrri en hún sló tíu, að síminn hringdi. — Já, já, ég fyrirgef þér, að þú lætur mig vita svona seint, hugsaði Stella, um leið og hún gekk brosandi að .símanum. — Karlmenn eru alltaf svona. Svo tók hún símann og sagði: — Halló, ástin. En þetta var ekki Robert. Það var ókunnug karlmannsrödd, sem spurði um frú Davenport. Gleðin slokknaði í andliti hennar. Hún fann ósjálfrátt á sér, að eitthvað hafði komið fyrir. — Já, svaraði 'hún lágri röddu. — Það er ég. Röddin í símanum hikaði, það varð dálítil þögn, og svo komu skilaboðin. Stella áttaði sig naumast á einstök- um orðum, en merkingu þeirra skildi hún greinilega. — Mikið slasaður, sagði röddin. Robert, hann Bobby hennar, hafði lent í bílslysi. Hún reyndi að segja eitthvað, en varir hennar gátu ekki myndað nein orð. Hún gat ekki komið upp neinu hljóði. Það var eins og hún væri lömuð. Aðeins ein bæn, ein hugsun komst að hjá henni: Ó, láttu hann ekki deyja, 'hann má ekki deyja, hann má ekki .... Loks sleppti lömunin tökum á henni, og hún mátti mæla aftur. — Hvar er hann? hrópaði hún næstum. Og röddin svaraði, að hann hefði ver- ið lagður í sjúkrahús, sem var ekki meira en svo sem hálftíma ferð frá heimili þeirra. Jú, hún mundi mega heimsækja hann, og maðurinn lof- aði meira að segja að sendi bíl eftir henni. Eftir á vissi Stella ekki, hvernig hún hafði komizt til sjúkrahússins. Öll næsta nótt og næsti dagur var eins og í þoku fyrir henni. Það var ekki fyrri en daginn, þegar læknir- inn sagði henni, að Róbert mundi hafa það af, að hún vaknaði til lífs- ins aftur, en jafnframt var eins og einhver nýr maður vaknaði í henni. Slysið hafði fengið hana til að vakna til nýrrar og ábyrgðarmeiri sjálfsvit- undar og skilnings á sjálfri sér. — Allt í einu varð henni ljóst, hversu óumræðilega mikið hún unni manni sínum, sem hún hafði fram að þessu talið svo sjálfsagðan hlut í tilveru sinni. Róbert varð sterkari með hverjum deginum sem leið, og var það ekki sízt að þakka umhyggju og hjúkrun Stellu, og hann var fluttur heim til hennar jafnskjótt og læknirinn veitti samþykki sitt til þess. — Bíddu bara rólegur, þá skaltu fá að sjá, ’hversu sterkur og hraust- ur þú verður, úr því að þú ert kom- inn heim til mín, sagði Stella hlæj- andi. — Seinna förum við svo í ferða- lag saman. Já, hvað segir þú um, að við færum í smáferð til Evrópu. Hann brosti til hennar, en hafði ekki orð á þeim sára kvíða, sem hann fann til. Það var eitthvað að fótun- um á honum. Hann gat ekki hreyft þá framar. Það var eins og lömumn ágerðist með degi hverjum. — Ekki vantar hana dugnaðinn, hugsaði hann í örvæntingu sinni. — En verði ég lamaður aumingi, þá skal hún sleppa við að vera bundin mér. Ég mun láta hana lausa, því að hún er allt of ung til að vera bundin sjúklingi. Hann grunaði ekki, að Stella vissi meira um heilsufar hans en hann sjálfur. Læknarnir höfðu nefnilega frá upphafi verið hræddir við löm- unina, sem breiddist hægt um fót- leggi hans. — En haldið, þér .... teljið þér, að hann muni ekki geta gengið aftur? — Það er aldrei hægt að vita með vissu, svaraði læknirinn. En þegar hann sá, að hún varð náföl, bætti hann við: — Það virðist ekki vera um neinar lífrænar skemmdir að ræða, heldur að það sé taugalostið, sem hann varð fyrir, sem orsakað hefur lömunina. Þar af leiðandi get- ur hún horfið eins snögglega og hún byrjaði. En þær vonir rættust ekki. Löm- unin hvarf ekki. Þá tók Stella til við að veita hon- um hjúkrun á sinn hátt. Þegar hún var ung, hafði hún lært dálítið í nuddi, og nú nuddaði hún fótleggi Roberts á degi hverjum. — Við verð- um að reyna að kippa þessu í lag, sagði hún glaðlega. Hann svaraði henni ekki, en hún sá dimman skugg- ann, sem færðist á andlit 'hans, og henni varð ljóst, hversu kvíðinn hann var. Þannig liðu tveir mánuðir og síð- an ,sá þriðji. En ekkert breyttist, og þess sáust engin merki, að breyting væri í vændum. Engar horfur virt- ust á, að Robert Davenport mundi nokkru sinni geta staðið í fæturna aftur. Hann sat lengstum í hjólastól niðri á bryggjunni og dorgaði. Og með hverjum deginum sem leið, virt- ist hann draga sig lengra inn í skel sína. Stella reyndi að hafa ofan af fyrir honum á allan hátt, en hann sat aðeins og hlustaði á glaðlega rödd hennar og horfði á hana með ein- kennilegu augnaráði, en hann .svaraði henni ekki. AÐ VEÐI Ctftir £aH<fra bcygerA. FHÚIN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.