Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 30

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 30
inga sína, hann teiknar þá líka. Hann er frístundamálari. Meðal fyrir- mynda hans má finna meðal annars Philip drottningarmann og lord Snowdon. Stephan Ward býr yfir margs kon- ar hæfileikum. Hann hefur mikinn áhuga á kvenfólki, enda þótt sá á- hugi sé alveg ópersónulegs eðlis, og þannig er hann fyrsta flokks hjóna- bandsmiðlari og var í miklu áliti sem slíkur meðal fína fólksins. Meðal af- reka hans á þessu sviði má telja hjónaband lord og lady Astor á Clivenden. Lady Astor var fyrrum sýningarstúlka og góð vinkona Wards. Á Clivenden hittast allir sem. hafa embætti eða og peninga. Þar hitti líka hermálaráðherra Englands, Profumo, stúlkuna sem gerði út um örlög hans — Christine Keeler. Það var Christine-Eliza sem breytt- ist undir snjallri leiðsögn Ward- Higgins úr smáblómi í húsagarði í blómstrandi orkídeu símavændisins. Christine segir svo frá í minningum sínum, að Ward hafi látið það hittast svo á, að Profumo — ásamt konu sinni — sá hana í fyrsta sinni á Evu- klæðunum einum saman. Svo heppi- lega vildi til, að henni hafði dottið í hug að baða sig allsnakin í sund- laug Wards. En Profumo og kona hans kunnu sig einum of vel til að láta í Ijós, að þeim yrði bilt við. — Annars hefur sitt af hverju átt sér stað í þessari sundlaug. Meðal annars var það þar, sem hermálaráðherra Englands ásamt rússneska sendi- ráðsfulltrúanum syntu sér til skemmt- unar með hina fögru Christine á öxlunum. — Winston Churchill varð að orði þegar hann heyrði þetta: Það er ánægjulegt að vita að Eng- land og Rússland skuli enn hafa hitzt á sama vígvellinum. Loks rann sá dagur upp, að Prof- umo gróf sína pólitísku gröf með þvi að afneita algerlega sambandi sínu við Christine frammi fyrir neðri deild brezka þin^sins. Með þessu móti vonaðist hann til að geta þagg- að orðróminn niður. Þar skjátlaðist honum. Og Macmillan forsætisráð- herra skjátlaðist einnig með því að taka lygar Profumos sem góða og gilda vöru. Á kosningafundi fyrir skemmstu, var einum frambjóðanda fyrir flokk Macmillans heilsað með hróninu: Kjósið Christine! Keeler-hneykslið hefur ekki aðeins komið við kaunin á brezku ríkis- stjórninni, heldur einnig á ensku kirkjunni. Ástæðan er bók sem einn biskup ensku kirkjunnar gaf út um jólaleytið undir nafninu: Honest to God. Þar er því haldið fram, að það sé skylda heiðarlegs manns, að bjarga sér með lygum í lengstu lög, ef einhver kemst að því, að hann sé eiginkonu sinni ótrúr. Þetta eigi hann að gera með tilliti til eiginkonu sinnar og þjóðfélagsstöðu. Stjórn- málaandstæðingar Macmillans benda nú á að Profumo hafi ekki gert annað en að fylgja ráðum kirkjunn- ar. og vonast þannig til að geta feng- andstæðinga kirkjunnar á sitt band, með því að varpa skugga á kirkjuna. En söguhetjan sjálf — stúlkan sem vakti England úr pólitískum Þyrni- rósarsvefni — hvernig reiðir henni af? Það er svo sem gott og blessað að selja endurminningar sínar fyrir 8 milj. króna, en víst er að ýmislegt sem hún þagði yfir, getur átt eftir að kosta hana lífið. Það er a. m. k. það sem Christine óttast mest. Henni er alltof vel kunnugt um margt hátt- sett fólk sem hefur óhreint í poka- horninu. Það er enginn Ijómi yfir þessari ungu stúlku sem hefur sak- leysislegt barnsandlit, en líkama full- vaxta konu. Christine er farið að gruna að hún sé nú orðin aðeins leik- sonpur annarra. Keeler-málið allt er táknrænt fyrir þjóðfélagsmeinsemd sem fyrirfinnst ekki aðeins í Englandi, heldur líka í öðrum löndum, meðal fólks, sem hef- ur ekki lengur neitt til að berjast fvrir og enga örðugleika að etja við. Æðsta hugsjón þessa fólks verður þá, að komast hærra í þjóðfélagsstigan- um, og leika sér í sundlaug í frí- stundunum. Eða það lætur sér nægja að kaupa fínna sjónvarpstæki eða bíl. Þetta ber ekki svo að skilja, sem að velferðarþjóðfélagið sé ranglega skinulagt, öðru nær, velferð er skil- yrði fyrir mannsæmandi lífi. Það er engin skömm að því að hafa í sig og á, það er bláber nauðsyn. En þær bjóðir sem hafa nú frelsast undan ánauð hungursins verða líka að kunna að nota frístundir sínar til einhvers. Það þarf að beina áhuga- málum fólks, en þó einkum æskunn- ar inn á réttar brautir. Það er ekki nóg að mata hana á dægurlögum og kvikmyndum. Þegar svo er komið, skyldi engan undra, þótt útkoman sé einhvers konar Keeler-hneyksli. Utivera Mikil útivera gefur góða heilsu. Gaktu berhöfðaður, og láttu útiloftið leika um hár þér, það ver þig bet- ur móti skallanum. Farðu út og leitaðu matarlystar- innar. Hún er einhversstaðar úti. Farðu út og losaðu þig við tauga- veiklunina. Hún á heima inni í hús- inu. Trú, traust og tryggð, ást von og dirfð, eru förunautar fjalla, skóga og engja, sigla sæinn og sækja mót stormi og sól. Jesús kenndi undir beru lofti. Uppfræðsla og menntun ætti fram að fara undir beru lofti. Eftirlætisdraumur minn, er háskóli utan gátta, þar sem lærisveinar, skó- lausir, hattlausir, lærðu speki sína undir sól og stjörnum. Hraustir lík- amir stemma að mestu stigu fyrir kveifarskap og duttlungum. Úti getur þú lært grasafræði, jarðfræði og stjörnufræði. Sönn vísindi þrífast best undir beru lofti, eins og náttúr- an sjálf. Át er hollara utan gátta en innan. Hesturinn er hraustári en maðurinn, af því hesturinn verður að ganga og leita eftir hverri munn- fylli af grasi, sem hann bítur. Útiveran er úrlausn fangahúss- vandamálsins. Frá svartholi til sólar, á leið mannfélags-úrtíningsins að liggja, ef hann á nokkurn tíma að rísa frá eyðileggingu til endursköp- unar. Vitskertir sjúklingar sem fyllast æði í_klefum sínum. verða friðsamari úti. Útivera er ódýr og ríkuleg. Jafnvel kossarnir verða betur að notum úti en inni, Guð bjó allt utanhúss, en menn- irnir allt innanhúss. Og guð býr úti en mennirnir inni — með skurðgoð- um sínum. SÉRHVER STÓR HUGSUN ER LÝGI TIL SMÁMENNISINS. ★ Sennileiki þess, að líf hafi myndast af tilviljun, er álíka og að óskert orðabók sé árangurinn af sprengingu í prentsmiðju! Edwin Conklin, lífeðlisfræðingur. Jeg er ofsakátur, ég skelf! Blóðið rennur hraðar í æðum mér. Guð hefir beðið 6000 ár eftir áhorfanda að verki sínu. Viska hans er tak- markalaus; það sem við vitum ekki, fellst í honum, jafnt og það litla sem við vitum. Jóhannes Kepler, stjörnufræðingur 30 FRÖIN FRÚIN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.