Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 20

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 20
sortnaði mér fyrir augum eftir það, en svo herti ég upp hugann og beitti öllum mínum viljakrafti meðan ég féll lengra og lengra niður. Ég gerði eins og mér hafði verið sagt, sveiflaði mér fram og aftur að klettaveggn- um, og þegar ég kom að honum, varð ég að fara mjög varlega, svo að ég lenti ekki með bakið í klettunum og slasaði mig, en sparka heldur í klettinn með klossunum, sem ég var í, spyrna siðan fast í, svo að ég færi aftur í stórri sveiflu út að miðju. Auðvelt var það ekki, en þetta var eina rétta leiðin til þess að komast hjá því að meiða sig, svo að það lærðist fljótt. Iðulega seig ég hvern daginn á fætur öðrum niður kletta- vegg. En fjarskalega létti mér þann dag, er mér var sagt, að nú væri það í síðasta sinn. Eitt skipti var ég látin standa 3 -—4 metra fyrir neðan efstu brún- ina. Það var hola inn í vegginn, þar sem ég rétt gat komið mér fyrir, ef ég stóð með beygt höfuð. Hún var samt nógu breið, því að við hefð- um getað staðið þar þrjú saman, en ekki sérlega djúp. Þetta er ekki sem verst, hugsaði ég, ef ég þarf ekki að standa hér of lengi. En nú veit maður, að við kvikmyndatöku hlað- ast upp erfiðleikarnir, og maður reynir að stilla sig með allt nöldur. Það veldur töfum, og ástæðulaust er að gera leikstjórunum verkið erfið- ara. Ég reyndi því að skorða mig eins vel og ég gat, þótt erfitt væri að ná fótfestu, því að ég var mátt- laus í hnjánum og hjartað barðist í brjósti mér eftir klettasigið. Ég tog- aði í reipið frá honum litla, trausta vini mínum þarna uppi á brúninni, þó ekki meira en svo, að reipið væri ekki strengt og ég hrapaði ekki af klettasillunni. Síðan leit ég niður og beið eftir merki um að halda áfram að leika. Jú, þarna sá á tvo örsmáa depla lengst niðri í gljúfrinu, Kamb- an og Gunnar Hansen, og þriðji títu- prjónshausinn, — kvikmyndavélin — var þar líka. Ég gaf merki um hvort við ættum ekki að halda áfram. Ég var allhreykin af sjálfri mér, þar sem ég stóð þarna. Ég held að ég hafi búizt við hrósi og aðdáun á hugrekki mínu, en þeir voru auðsjáanlega farn- ir að reikna með, að ég kynni ekki að óttast. Svei, hvað þetta var leið- inlegt! Þeir litu ekki einu sinni upp! Allt í einu sá ég hvers vegna: Þeir voru að rífast! Það hefur auðvitað verið út af því, hvernig stilla bæri kvikmyndavélina, eða hvort hægt væri að mynda mig í svo mikilli Frú Clara Pontoppidan er nú orðin fullorðin kona. Hún hefir um langan aldur verið ein fremsta leikkona Danmerkur. Hér sést hún í veizlu hjá dönsku konungshjónuniun í Amelienborg, í fyrra, — fjarlægð. Þeir urðu æstari og æstari, og fóru að ganga fram og aftur í heiftarlegum samræðum. Eftir því sem leið á rifrildið, dró úr kjarkin- um hjá mér og ég fór að verða tauga- óstyrk. Loks stóðst ég þetta ekki lengur, ég myndaði kall-lúður með höndunum, enda þótt erfitt væri að sleppa handtakinu á klettaveggnum, þar eð ég varð að standa allan tím- ann 'hokin og beygja mig fram, hróp- aði síðan af öllum lífs og sálar kröft- um, en þeir heyrðu ekki til mín úr þessari fjarlægð. Loksins litu þeir upp, eins og af tilviljun. Þá sýndu þeir með allskyns handapati, að þeir bæðust afsökunar, og eftir það gekk allt vel. Engin mannleg vera hafði áður komið í þetta litla gljúfur, og mun sennilega aldrei koma þar, þess vegna getur enginn gert sér í hugar- lund, hvílikar andlegar þjáningar ég leið; og þótt ég um kvöldið, þegar við vorum komin heim, léti sem ekk- ert væri og segði hlæjandi frá því, finnst mér sem þetta 'hafi eiginlega aldrei komizt fyllilega inn í meðvit- und þeirra. Svona vorum við, — höfðum ekki hugann við neitt annað en kvikmyndatökuna, og ég ekki síð- ur, að öðrum kosti hefði ég alls ekki valdið öllu því, sem á mig var lagt. Hadda-Padda vill í lokin taka elsk- fólkið á bænum hef ég ekkert nema myndatöku var ég skorðuð með fæt- urna lárétt út frá klettaveggnum, og togaði af öllum kröftum i reipið, sem Framh. á bls. 39. 20 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.