Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 54

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 54
morguninn, hafði hún farið á fætur og tekið buxurnar, tæmt vasana og svo hafði hún lagt buxurnar á strok- borðið, kveikt á rafmagnsstrokjárn- inu og tekið rýju, vætt hana og far- ið að pressa buxurnar. Þær höfðu orðið svo fínar, bux- urnar. Það var aðeins á einum stað, að brotið vildi ekki koma á réttum stað, svo að hún hafði lagt rýjuna á þær, sett járnið á rýjuna og skropp- ið fram í baðberbergi . .. aðeins and- artak . . . af því að henni var svo mál ... og svo hafði hún tekið hár- burstann og burstað hárið á sér hundrað sinnum, eins og átti að gera, ef maður vildi fá ósvikna lokka. Og þá hafði .. . þá hafði . .. Hún mundi heldur aldrei geta horfzt í augu við hana móðursystur sína. — Nú segir þú frænku sjálf frá því, sem þú gerðir, skipaði pabbi hennar, þegar hann fór með hana til móðursystur hennar eins og aðra daga, meðan mamma hennar var að heiman, áður en hann fór í skrifstof- una. En hún hafði ekki sagt frá því fyrr en síminn hringdi rétt fyrir há- degi, að hún hélt, að það væri pabbi hennar, sem væri að hringja til að spyrja, hvort hún hefði sagt frá því. — Ég brenndi gat á buxurnar hans pabba í morgun! sagði hún í mesta flýti, en hélt jafnframt af öllu afli í hönd frænku sinnar, svo að hún gæti ekki tekið símatólið. — Það er þess vegna, sem ég er með rákir á vang- anum . . . Hún hafði ekki viljað segja frá því fyrr, þótt frænka hennar hefði hvað eftir annað spurt hana, hvaða þrjár rauðu rákir þetta væru á vanganum á henni. Og svo var það alls ekki pabbi hennar, sem hafði hringt. Hann hafði ekki hringt allan daginn, og hann hafði heldur ekki komið til að sækja hana, svo að hún mætti heimsækja mömmu og litla bróður. En frænka hennar hafði hlegið að henni. — Litla flónið þitt! sagði hún, og svo fór hún að hlæja. — Annað eins og þetta máttu ekki gera! Hvers vegna skildu þau ekki, að hún hafði verið neydd til að gera þetta? Mamma hennar hafði sagt, að hún ætti að gæta hans pabba vel. Hún átti að gæta þess, að hann fengi morgunverð, og að hann mundi að taka með sér skjalatöskuna á morgn- ana, og fara í skóhlífar, þegar rign- ing væri. Og hún átti að hugsa um allt hitt að auki, sem mamma henn- ar var vön að gera, en hún gat ekki hugsað um núna, þegar hún var að útvega lítinn bróður. Andartak kom henni í hug, að hún gæti frestað því að deyja, þar til al- veg væri komin nótt. Kannske hún gæti bara klætt sig þegjandi og hljóðalaust, læðst út og hlaupið til fæðingardeildarinnar til að sjá mömmu sína og litla bróður aðeins einu sinni, og segja líka, að þetta væri alls ekki þeim að kenna heldur pabba. Kannske gæti hún fengið hana mömmu sína til að skilja það .. . og kannske segði hún þá líka, að hún . . . já, kannske . . . Hún brosti allt í einu. Já, kannske segir mamma líka, að hún hati pabba, og að hún ætli alls ekki að koma heim til hans, heldur vera bara alltaf á fæðingardeildinni og hafa mig þar hjá sér! Þá þarf ég alls ekki að deyja! Brosið hvarf aftur af andliti henn- ar. Hvernig ætti hún að komast fram að útidyrunum. — Ég hata hann! Ég hata hann! Hann er svo vondur! Hún settist upp, án þess að flytja handleggina. — Ég hata þig, pabbi! hvíslaði hún. — Og þú þorðir ekki að fara með mig til mömmu, því að hún hefði getað séð, að ég var með rákir á vanganum, af því að þú hafðir sleg- ið mig. Þegar pabbi hennar kom um kvöld- ið, sagðist hann hafa gert það til að refsa henni. Það átti að vera refsing hennar, að hún hafði ekki fengið að heimsækja mömmu og litla bróður. Hún fann allt í einu aftur, að tár leituðu á. Bara að hún mætti sjá mömmu og litla bróður enn einu sinni! Því að nú dæi hún víst bráð- um. Fætur hennar og fótleggir voru orðin köld, næstum alveg upp að maga. Og handleggir hennar voru stirðir, hún fann fyrir náladofa í þeim. Kannske gæti hún látið sig velta út af núna. Og ef hún breiddi dálít- ið af sænginni yfir sig, en lét fæt- urna vera út undan henni ... kannske dæi hún þá samt! Nú var henni líka orðið kalt á bak- inu. Og á maganum. Hún lét fallast aftur á bak á rúm- ið og lá andartak og prófaði hvern- ig það væri að vera dáinn, með fæt- urna hangandi út af rúmstokknum. Svo mjakaði hún sér dálítið, svo að hún lá endilöng á rúminu og dró sængina yfir magann og axlir, og svo lyfti hún höfðinu á koddann. En fæt- urna lét hún vera áfram undan sænginni. Henni var kalt á þeim .. . ískalt. Hún heyrði marra í stofugólfinu. Næstum um leið var tekið í hurðar- húninn. Hún kippti fótunum í skyndi undir sængina. Pabbi hennar mátti ekki vita, að hún væri að deyja. Hún lokaði augunum fyrir ljósinu, sem var kveikt í loftinu; en hún heyrði, að hann læddist nær, og hún fann, að hann laut ofan að henni. Fyrst varð hún vör við tóbakslykt. Svo komu skeggbroddarnir á höku hans við vanga hennar. Og nú kyssti hann hana. Og hún gætti þess að depla ekki aug- unum. Strax á eftir var ljósið slökkt aftur. Hurðinni var lokað. Það marr- aði í stofugólfinu. Svo varð allt hljótt. Hún lá andartak og hugleiddi, hvort hún ætti að stinga fótunum undan sænginni aftur. En kannske ... kannske, hugsaði hún, fyndist pabba hennar það leiðinlegt, ef hún dæi. Kannske kæmi lögreglan þá til að taka hann. Kannske ætti hún heldur að bíða og ... Hún fann, að augu hennar voru alveg að lokast, og hún neyddi sig til að sofna ekki. Hún þurfti að biðja kvöldbænina sína. Hún ætlaði að hafa litla bróður með í bæninni, eins og hún var vön, sátt við allan heim- inn, og viss um, að heimurinn væri líka sáttur við hana. — Góða nótt, pabbi! VARÐVEITIÐ UNGLEGT ÚTLIT YÐAR MEÐ GÓÐUM SVEFNI. Framhald af bls. 25. annarri heim, og loks getið þér ekki komizt af án þeirra. Hafið það hug- fast, að líkaminn verður að losa sig aftur við þessi efni og húðin segir fljótlega til um það, hversu þér eruð háðar þeim. Þér skuluð heldur fá yður eina matskeið af hunangi eða glas af heitu sykurvatni eða epli, áður en þér leggist til svefns. Góður svefn fegrar húð yðar, hann heldur andlitsvöðvum yðar sléttum og unglegum og ekki sízt hafa augu yðar og augnaumbúnaður gott af góð- um svefni. Það er einmitt góður svefn, sem gæðir augu yðar hinum eðlilega gljáa, og hann er bezta aðferðin til að verjast hinum litlu, djúpu hrukk- um umhverfis augun, sem allar kon- ur óttast. 54 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.