Frúin - 01.06.1963, Page 23

Frúin - 01.06.1963, Page 23
SEM VILL VERÐA LÆKNIR Þegar Júlíana Hollands- drottning og maður hennar, Bernhard prins, áttu silfur- brúðkaup fyrir nokkrum árum síðan, notuðu þau peningagjöfina, sem þjóðin færði þeim, til þess að stofna sjóð, í þeim tilgangi, að halda uppi skoðanakönn- un meðal æskufólks í Hol- landi. Sjálf eiga þau ungar dætur, sem aldrei hafa farið í felur með, hvað þeim finnst, hvað þær hugsn og hvað þær ætla sér. Næst- yngsta dóttir þeirra, Mar- griet, sneri bakinu við prins- essutitlinxun, og stundar nú læknisfræðinám við elzta háskóla Frakklands í há- skóla Montpellier. Sorgar- saga yngstu systur hennar, sem er blind, er álitin hafa valdið úrslitiun um þessa ákvörðun hennar. „Máske tekst henni að lækna Marijke,“ svaraði drottningin, en gat þó ekki leynt óróanum í röddinni. „Er hún læknir?“ spurði Margriet. „Nei, en hún getur beðið til guðs um að hjálpa Marijke, og máske heyrir hann bænir hennar.“ Snemma á árinu 1947, þegar Júlí- ana drottning átti von á barni, kom skip með flóttamenn innanborðs, frá Indonesiu til Amsterdam. Margir af farþegunum lágu veikir. Þeir höfðu sýkzt af slæmum mislingafaraldri, og hafði drottningunni verið ráðið frá að fara um borð til þess að taka á móti flóttafólkinu. En drottningin vildi ekki heyra það nefnt — skyldan gekk fyrir öllu. Svo fór hún um borð í skipið — og smitaðist. Þann 18. febrúar sama ár, fæddist Marijke, sem var fjórða barn drottningarinn- ar. Það kom brátt í ljós, að hún var alveg blind á öðru auganu, og hafði mjög daufa sjón á hinu. Næstu árin sneri Júlíana drottn- ing sér til allra helztu augnlækna bæði í Hollandi og erlendis. En enginn þeirra gat læknað augu prins- essunnar. Jafnvel ekki með upp- skurðum tókst að ráða nokkra veru- lega bót á sjón Marijke. í örvæntingu sinni sneri Júliana drottning sér til Guðs. Fulltrúi Guðs í þessu tilfelli var hollenski prédik- arinn Greet Hoffmans. Því var hald- ið fram, að hún hefði læknað íjölda manns með bænum og handaálagn- ingum. Drottningin sendi eftir henni, og dvaldist hún langdvölum sem gestur drottningar í Soestdijkhöll- inni, unz henni var hent út, ef svo mætti að orði komast, af Bernhard prins, en hann hafði ekki trú konu sinnar á lækningamætti svartklæddu konunnar. Það eina, sem leiddi af heimsókn Greet Hoffmans í Soestdijk, var að farið var að tala um hjátrú drottn- ingar manna á milli, og blöðin tóku að ræða það, hvort sæmandi væri fyrir drottninguna að leita ráða þess- arar „nornar“ eða yfirleitt að trúa á svartagaldur hennar. Stærsta dag- blaðið De Telegraaf, tók þá málstað drottningarinnar. „Hver getur álas- að móður, sem berst fyrir sjúku barni sínu, þótt hún haldi dauðahaldi í hina minnstu von um hjálp, enda þótt ekki sé stranglega farið eftir læknisfræðilegum leiðum?“ En ekki voru allir svona umburð- arlyndir. Orðrómurinn breiddist út, þetta var orðið hneyksli, og Júlíana drottning og fjölskylda hennar urðu óþægilega fyrir barðinu á heimsblöð- unum. Það vakti ánægju, að Bern- hard prins skyldi sýna sig andvígan Greet Hoffmans, og getið var upp á missætti og jafnvel skilnaði Júliönu og Bernhards. Hollenzka prinsessan er við nám í háskólabœnum Montpellier í Suður- Frakklandi. Erfitt er að meta sannleiksgildi allra þessara skrifa um lífið á Soest- dijk þetta örlagaríka sumar árið 1956. En eitt er víst: Það, sem skeð hafði djúp og varanleg áhrif á Margriet prinsessu, sem þá var 13 ára gömul. Hún var verndarvættur Marijke litlu, og sú systranna, sem stóð henni næst á allan hátt. Þegar systurnar léku sér saman, var það ætíð hönd Margriet, sem blinda stúlkan greip í. Hún var alltaf nálæg, og hjálpaði og huggaði systur sína, þegar þörf gerðist. Þrátt fyrir þennan harmleik, var FRÚIN 23

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.