Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 17

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 17
Frú Hulda Jakobsdóttir. 1938 úthlutaði ríkið fjölda nýbýla- og ræktunarlanda úr jörðunum Digranes og Kópavogur í Seltjarnar- neshreppi. Upp úr því fór svo fólk að setjast að á þessum löndum sín- um og myndaðist smám saman ó- regluleg byggð sumarbústaða og bráðabirgðahúsa, er dreifðust um all- an Digranesháls og Kársnes. Við hjónin fengum t. d. erfðafestuland okkar 1936 og byggðum fyrst sumar- bústað, sem við gerðum að ársbústað vorið 1940; höfum sem sagt búið hér við Fossvoginn í 23 ár. Þegar hér hafði fjölgað upp 1 nokkur hundruð íbúa, án þess að hér væri skóli, vatn eða rafmagn, var stofnað Framfara- félagið Kópavogur árið 1945, til þass að knýja á hreppsnefnd Seltjarnar- neshrepps að gera einhverjar úrbæt- ur. Við hreppsnefndarkosningar 1946 bauð Framfarafélagið fram og fékk 3 menn kjörna, og þar með var meiri hlutinn kominn hingað suður eftir. Þessu vildu Seltirningar ekki una og óskuðu eftir að hreppnum yrði skipt. Varð þá til Kópavogshreppur 1. jan. 1948. Varð maðurinn minn þá odd- viti. Þá var hreppurinn svo vanmegn- ugur, að hreppsskrifstofan og fundar- staður hreppsnefndar var á okkar heimili. Þannig atvikaðist það, að ég fór að afgreiða erindi hreppsbúa og grípa í bókhald og slíkt. Vann ég síðan óslitið að þessu og var því orðin allvel kunnug málefnum sveit- arfélagsins, er ég varð bæjarstjóri 1957. Þetta var mér fyrst og fremst vinna, sem ég reyndi að leysa af hendi eftir beztu getu, en ég leit aldrei svo á, að ég stæði í neinni stjórnmálabaráttu, enda væri betra að landsmálapólikínni yrði aldrei blandað í bæjarmál. Finnst yður að þér hafið náð þeim árangri í opinberu starfi yðar, sem þér höfðuð vœnzt? Ég bjóst nú aldrei við því að ég persónulega næði neinum sérstökum árangri í þessu starfi, og það var ekki við því að búast, að ég gæti orðið ánægð með árangur af starfi í bæ, sem byggist svo ört, sem Kópa- vogur hefur gert, þar sem alltaf er fjöldi brýnna verkefna, sem ekki er 'hægt að leysa, a.m.k. ekki nógu fljótt og vel. Annars var yíirlýst stefna stjórnenda bæjarins í minni tíð, að láta verklegar framkvæmdir ganga fyrir öllu, en spara rekstrarkosmað svo sem auðið var. Þér eigið mann, sem hefur haft mikil afskipti af opinberum málum. Finnst yður, að það sé heppilegt að hjón séu bœði í stjórnmála- og trún- aðarstöðum fyrir almenning? Ég álít að það sé ágætt að hjón vinni saman, ef þau á annað borð hafa afskipti af opinberum málum, en það er óheppilegt að því leyti, að miklar fjarvistir þeirra frá heimilinu koma niður á börnum þeirra. Hafið þér orðið varar við óánœgju hjá karlmönnum yfir því að þurfa að leita til konu með vandamál sín? Ónei, ekki varð ég hennar mikið vör. Ég held að þeir hafi yfirleitt furðanlega sætt sig við mig. Álítið þér, að kona með heimili og börn geti gefið sig nœgilega óskipta að opinberum störfum? Nei, það leiðir af sjálfu sér, að það getur hún ekki og er þar sama um hvaða starf er að ræða. Það er svo erfitt að skipta sér þannig, að það er merkilegt, að nokkur húsmóðir, einkum ef hún á börn, skuli gegna mikilvægu starfi utan heimilis. Finnst yður, að íslenzkar konur séu of hlutlaiLsar um stjórnmál? Ég álít ekki, að afskiptaleysi ís- lenzkra kvenna um stjórnmál stafi beinlínis af skoðanaleysi, heldur séu þær um of hlédrægar og skorti sjálfs- traust. Ég held, að það sé skaði, að konur skuli ekki taka meiri þátt í sveitar.stjórnarmálum, því þar held og að þær gætu 'haft mikil áhrif til góðs. Eruð þér ánœgðar með að hafa unn- ið að sveitarstjórnarmálum fyrir íbúa Kópavogs, og finnst yður að þeir hafi metið starf yðar að verðleikum? Já, mér var það mikil og dýrmæt reynsla að fá að vinna fyrir og með þessu dugmikla fólki í hálfan annan áratug, og seinast sem bæjarstjóri í 5 ár. Um það, hvort Kópavogsbúar hafa metið starf mitt að verðleik- um, get ég ekkert sagt, enda veit ég ekki hve mikils virði það var. Viljið þér segja eitthvað við les- endur „Frúarinnar“? Já, ég vil skora á konur að ger- ast fastir áskrifendur blaðsins, sem allra flestar. * Óvirðing að deyja ríkur. Nathan Strauss (stórauðugur) sagði eitt sinn við blaðamann, sem hann átti tal við: „Það er óheiðar- legt að deyja ríkur. Það er glæpsam- legt af ríkum manni, að deila ekki snauðum og líðandi af auði sínum. Sá maður sem deyr ríkur, hefir van- rækt hina helgustu skyldu við þenn- an heim. Hin einu eftirsóknarverðu auðæfi, eru innri friður og ánægja af unnum góðverkum. Enginn verður farsæll fyrir peninga eingöngu. Mat- ur og drykkur, hús og heimili störf og skemmtanir, eru jafnnauðsynleg fátækum sem ríkum. Ég finn það nú, að hin eina varanlega ánægja er innifalin í því að láta gott af sér leiða. ♦ Gamla kirkjan fór með manninn, eins og Islendingurinn með herta þorskinn: barði hann þangað til hann varð mjúkur. ♦ Sá sem skoðar sitt eigið líf, og annarra tilgangslaust, hann er ekki einungis óhamingjusamur,, heldur næstum óhæfur til að lifa! Albert Einstein, eðlisfræðingur. Ef alheimur gæti skapað sjálfan sig, þá fæli hann í sér mátt skapara, og við yrðum að álykta sem svo, að alheimurinn sjálfur væri guð! Georg Davis, eðlisfræðingur. FRÚIN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.