Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 16

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 16
innar“ eitthvað um starf yðar sem borgarstjóri? Hafa afskipti yffar af opinberum málum ekki haft áhrif á starf yðar sem húsmóður? Það hafa þau að sjálfsögðu gert, eins og óhjákvæmilega verður yfir- leitt þegar húsmóðir sinnir að ráði störfum utan heimilis. Finnst yffur það ekki dálítið at- hyglisvert, að þrjár konur stjórna samtímis stœrsta byggðarlagi lands- ins? Það mætti e.t.v. segja, að það sé aðallega athyglisvert vegna þess, að það er yfirleitt svo fátítt hér, að konur séu í slíkum ábyrgðarstöðum. Hafið þér orðið varar við, að það sé vanþakklátt verk fyrir konur, að skipta sér af stjórnmálum? Því er ekki að neita, að ýmsir eru lítt hrifnir af því, að konur, eða a.m.k. húsmæður, séu að vafstrast í stjórnmálum, og telja, að þeim beri frekar að halda sig gagngert að heim- ili og börnum. Burtséð frá þessu held ég að það sé álíka vanþakklátt fyrir konur og karla að sinna stjórnmálum. Hafa karlar þeir, sem þér hafið óhjákvœmilega þurft að eiga sam- skipti við í sambandi við starf yð- ar, nokkru sinni látið í Ijós óánœgju vegna þess að það er kona, sem þeir þurfa að leita til og starfa meff? Alls ekki. Allt frá því að ég sat á skólabekk með piltunum, skóla- bræðrum mínum, og fram til þessa dags, hafa þeir karlmenn, sem ég hef starfað með, reynzt mér góðir félag- ar, og mér finnst ég ekki hafa goldið þess í þeirra hópi, að ég er kona — en hins vegar kannske stundum not- ið meiri tillitssemi af þeim sökum, og gæti mér aldrei til hugar komið að vera með slíkan jafnréttisremb- ing, að amast við slíku. Finnst yður að íslenzkar konur eigi aff hafa meiri afskipti af opinberum málum en nú er? Já, það finnst mér eindregið. Hafið þér sjálfar haft ánœgju af þessu starfi yðar og finnst yður það hafa verið metið að verðleikum? Það er vitaskuld ávallt ánægjulegt að hafa aðstöðu til að stuðla að fram- gangi góðra og þarfra mála, en á hitt er og að líta, að stjórnmálastörf- um fylgir ábyrgð, og þar með skylda að gera ráðstafanir, sem nauðsynleg- ar kunna að vefa, þótt vitað sé, að þær verði ekki vinsælar, a.m.k. í svip- inn. Um það, hvort starf manns er met- Frú Hulda Jakobsdóttir, Mar- bakka í Kópavogi, var bæjarstjóri í Kópavogi í 5 ár. öllum ber sam- an urn, að hún hafi leyst starf sitt af hendi með eindæma dugn- aði og trúmennsku, þrátt fyrir um- fangsmikil húsmóðurstörf. Hún er gift hinum kunna stjórn- málamanni Finnboga Rút Valde- marssyni, og má nærri geta, að oft hafi verið gestkvæmt á heim- ili þeirra og húsfreyjan og bæjar- stjórinn hafi haft í ýmsu að snúast og vinnudagurinn verið langur. Hún tekur við stjórn kaupstað- arins á tímum uppbyggingar og erfiðleika. Kópavogskaupstaður hefur á furðulega stuttum tíma vaxið úr dreifbýli í einn af fjöl- mennustu kaupstöðum landsins. Má það teljast gleðiefni, að kona ið að verðleikum, held ég að bezt .sé að láta aðra dæma. I því sam- bandi er rétt að hafa það í huga, að í lýðfrjálsu landi eru þeir, sem sinna stjórnmálum, konur sem karlar, í störfum sinum háðir stöðugri gagn- rýni almennings. Hvort sem betur tekst eða verr, má að jafnaði gera ráð fyrir að fleiri eða færri hafi sitt- hvað út á störf manns að setja, og ráða þá oft flokkspólitísk sjónarmið slíku mati. Finnst yður ekki erfitt að gegna húsmóðurstörfum og sinna borgar- stjórnarmálum og vera þar að auki alþingiskona. Oss er kunnugt um, að þér innið þar að auki mikið starf af hendi fyrir kvennasamtökin í land- inu. Það er óhætt að segja, að það sé ekki ávallt auðvelt. skuli hafa átt svo ríkan þátt í þeirri uppbyggingu. FRtíIN telur, að fordæmi það, sem þessar konur, sem hér um ræðir, hafa skapað, eigi að vera öðrum konum hvatning til at- hafna. Þær hafa allar sannað, að konur eru ekki síður hæfar til stjórnarstarfa en karlar. Hvað kom yður til að fara að taka þátt í opinberum málum? Ja, mér finnst nú full hátíðlega til orða tekið að tala um að ég hafi „farið að taka þátt í opinberum mál- um“, þegar ég tók við starfi bæjar- stjóra í Kópavogi fyrir sex árum. Það voru atvikin, sem höguðu því svo, að ég flæktist inn í þetta. Til þess að skýra þetta, þarf ég að lýsa stuttlega aðdragandanum að því að byggð hófst sér. Á árunum 1936— Fni Hulda JakobsdóHir: „£ka$i et ai konut Akuli ekki taka fneirí ftátt í 44 Fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogskaupstaðar leysir úr nokkrum spurningum fyrir „Frúna“. ]6 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.