Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 60

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 60
Grænmetið er nú á boðstólum og þá er að nota sér það. Það er svo auðvelt og létt að matbúa úr græn- meti og það gefur okkur hina ljúf- fengustu rétti, þótt ekkert kjöt eða fiskur sé á borð borinn með því. Þá fáum við ríkulega af þeim efnum, sem líkaminn þarfnast og ég tala nú ekki um að það eru óskert vítamín, aðeins að gæta þess að skola og bursta vel, en aldrei að láta það liggja neitt að ráði í vatni og það er yfirleitt bezt, þegar borið er á borð strax. Margur er sá sem finnst að hann spari á því, að kaupa alls ekki grænmeti, það sé svo dýrt en hver er sá matur, sem ekki kostar eitthvað. Hugsið svolítið lengra t. d. aðeins vinnan og rafmagnið sem sparast í notkun grænmetis, því ef það er soð- ið, þá þarf það svo ákaflega litla suðu. Eitt enn, að t. d. gufusoðið má sjóða margar tegundir saman án þess að bragð komi hvað af öðru. Niðurstað- an er: enn minna rafmagn, minni vinna, minni uppþvottur. Og að lok- um: það fyrsta og síðasta er með grænmetið, að því auðveldara í til- búningi, þess meira næringargildi, aðeins eitt enn til minnis: Hreinsa, bursta, skola, skera, sneiða eða saxa, en sem fyrst að matreiða og bera á borð, þá fáið þið það bezta og nær- ingarríkasta. Gulrótasalat hrátt. Gulræturnar eru þvegnar og burst- aðar, rifnar fínt með rifjárni. Sítrónu- safa og örlitlu af sykri ásamt rúsín- um er blandað saman við og vill má setja fínt saxaðar hnetur í. Börnin elska þetta, eða koma fljótlega til með að borða það eintómt, annars ágætt ofan á brauð eða með steikt- um kjötréttum. Gulrófnasalat. Gulrófur rifnar, gulrótum blandað í súran eða nýjan rjóma. Salatblög í skál eða í fat og gulrófunum létti- lega fyllt á. Rófusalat. Fínt rifnar rófur, lítinn rjóma, ör- lítinn sykur, sótrónusafi. Öllu bland- að saman. Gott með síld. Fljótlegt tómatsalat. Tómatarnir eru skornir í báta og sömuleiðis egg, gúrkur skornar í sneið ar og til skrauts nokkrar þunnar sneiðar, sem skornar eru inn að miðju og snúið upp á eins og gjört er við sítrónusneiðar. Mjög smátt skorinn laukur. Salatblöðin lögð undir á fat- ið eða skálina, hinu grænmetinu rað- að eftir vild ofan á. KARSA er auðvelt að rækta. Setjið þunnt lag af bómull á disk, stráið fræinu yfir og haldið alltaf röku. Á- gætt á brauð o. fl. Hreðkur. Ef þið hafið nokkurn moldarblett úti, þá sáið hreðkum. — Þunnt skornar hreðkur eru bragðgóð- ar eintómar, skemmtilega góðar sem álegg á brauð. Sneiðarnar smurðar, þá þunnt lag af mayonnaise, sem aðeins er lituð græn, þar ofan á er svo þunnt skornum hreðkum raðað í mynstur. Hreðkur til geymslu. Hafðar með steiktum kjötréttum. 1 peli edik (vínedik), 1 peli vatn. Vz kg sykur. Soðið í sykurlög. Til bragðbætis fyrir þá sem vilja: engifer og nokkrir dropar ananas, essensar (fæst í lyfjabúðum). Hleypið suðu upp á radísunum í vatni, hellið því af og aftur annað vatn og komið suðunni upp á ný. Vatninu hellt frá aftur og þá eru radísurnar látnar í 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.