Stígandi - 01.07.1943, Side 17

Stígandi - 01.07.1943, Side 17
STÍGANDI Á KROSSGÖTUM — 7 Sízt skal ég lasta lestur góðra sagna, og reyfarar eru oft skemmtileg tilbreytni frá alltof hversdagslegu umhverfi. En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Ljóð og sögur eru mjög ólík lesefni og krefjast ólíkra viðbragða hugans. Ljóðin krefjast, miðað við lengd, meiri tíma, miðað við mál, meiri athygli, og á þessari öld hraðans, þegar mannssálin svo að segja nærist á hlaupum, eru þetta fráhrindandi eiginleikar. En lesendur mættu gjarnan minnast þess, að hér sem víðar er það ekki alltaf bezt, sem er auðfengnast. Nú skulum við lítillega bera saman kvæði og skáldsögu. Við skulum fyrst minnast þess, að skáldsagan í nútímastíl á sér enn mjög stuttan þroskaferil hér á landi, en ljóðlistin virðist hafa verið gefin þjóðinni í vöggugjöf. Þegar þess er gætt, hvílíka al- úð Islendingar hafa löngum lagt við þessa gjöf, mætti augljóst vera, að ljóðagerðin er miklu þroskaðri listagrein hér. í öðru lagi krefst skáldsagan langrar samfelldrar vinnu, og svo mikill framleiðslukostnaður krefst eðlilega mikillar sölu á vörunni, ef hún á að „borga sig“. Við skyldum nú ætla, að vöru- vöndunin væri einhlít til slíks, en því fer fjarri. Nú kemur smekkur lesandans til greina eða sá smekkur, sem ritdómarar segja lesendum að hafa. Þessum smekk verður rithöfundurinn meira og minna að lúta, jafnvel þótt hann geti að sýnd látið hann lúta sér. Og þarna felst hættan: Skáldsagnahöfundurinn verður að hafa efni sitt það áfengt, að lesandinn gleymi sér meira eða minna við lesturinn, lifi sig inn í söguna. En þá er íhyglinni hætt, og rýnnin slævist. Lesandinn neytir bókarinnar sem áfengis, ekki sem listar. Málnautnin hrífur fæsta, þótt bók- in sé með ágætum rituð, hugurinn grípur aðeins niður á öðru og þriðja hverju orði. Vegna þess hvað skáldsagnahöfundi er nauð- synlegt að ná athygli lesandans fastri, freistast hann stundum til ýmissa bellibragða í þeim sökum. Það er t. d. furðu áleitin tízka nú meðal ísl. höfunda að vefa langt mál um kynferðislíf sögupersónanna, og hálfgerðir undirmálsmenn virðast eftirlæt- issöguhetjur margra: Maðurinn er vesælt dýr, sem lepur dauð- ann úr krákuskel. Þá sjaldan lífsþrótturinn brumar í honum, eru víxlhrif kynjanna að verki. Þetta er endurskin millistríðsbókmenntanna erlendis. Yfir þessar lýsingar á mannverunni er svo gjarnast breitt sparlak íslenzkrar kaldrænu, en yfir hvelfist ársalur lífsleiða og vonleysis — og listaverkið er fullkomnað.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.