Stígandi - 01.07.1943, Page 19

Stígandi - 01.07.1943, Page 19
STÍGANDI Á KROSSGÖTUM — 3 Kvæðin verða tæpast gerð að matariðju; þau eru seinunnin til framleiðslu, lesendahópur þeirra fáliðaðri en sagnanna. En þess vegna hefir líka dægurtízkan síður spillt þeim, og hinn tvíhöfð- aði goðþurs nútímans Mammon-Mercurus hefir ekki getað sveigt þau svo nokkru nemi í sína þjónustu. II. Ef við viljum kynnast einhverri þjóð til nokkurrar hlítar, leitum við okkur fræðslu um hana í tungu hennar, sögu og bók- menntum. Tungan skýrir okkur frá skyldleika þjóðarinnar við aðrar þjóðir og ýmiss konar samböndum, sagan rekur fyrir okkur þró- un hennar atvinnulega, stjórnarfarslega og menningarlega, en bókmenntirnar eru, ef svo mætti að orði komast, spegill sálar hennar. Ef við lítum í þennan spegil sálar okkar eigin þjóðar, ber langsamlega mest á þeim svipþættinum, sem við nefnum kveð- skap eða ljóðagerð. Sá þátturinn raknar aldrei til fulls, þótt misjafnlega vel sé hann spunninn. Þegar á landnámsöld eignumst við öndvegisljóðskáld, og síð- an hefir þjóðin aldrei selt þann kyndil úr hendi sér, sem hún kveikti þá sem menningarljós sitt. Vissulega hefir oft sýnzt hætt komið fjársjóði þeim, en alltaf hefir hann varðveitzt og verið sannnefndur arineldur íslenzku þjóðarinnar: „hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól, þegar burt var sólin“. En líka aflvaki „víkingslundar og brýndra branda, bráðeggjaðra hreystidáða“. Það verður sennilega seint fullskýrt, hvers vegna miðstöð norrænnar ljóðagerðar til forna flyzt til Islands. Þetta verður svo algert, að yfirleitt öll skáld, sem um getur í fornsögum okk- ar, þegar hirðskáld Haralds hárfagra líður, eru íslenzk. Og ís- lendingar einir varðveita fornan norrænan kveðskap. Sumir skýra þetta svo, að skáldættirnar í Noregi hafi öðrum ættum meir þolað illa ófrelsi konungsvaldsins og því flutzt að mestu til Islands, aðrir rekja grósku íslenzks skáldskapar til heppilegra kynna og kynblöndunar við keltneskar þjóðir. Ein

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.