Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 21

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 21
STÍGANDI Á KROSSGÖTUM — 11 varð að vera allfróður um tungu, sögu, trú og siðu líka, ef hann átti að geta notið kveðskaparins. Ljóömenntin hélt þeirri kröíu að þjóðinni, að hún skildi mál sitt til hlítar. Á þennan hátt rennur hin blómlega fornmenning íslendinga þeim í merg og blóð. Hins vegar er það rétt, að innan þessara föstu forma var andagiftinni oft helzti lítið svigrúm gefið, jafn- vel svo stundum, að „umbúðirnar urðu vætt, en innihaldið lóð“. Því er okkur nútímamönnum hugstæðari kveðskapur þeirra fornskálda, sem ortu undir léttari háttum, svo kölluð Eddu- kvæðin sum og kvæði Egils Skallagrímssonar. Okkur finnst, að skáldin seilist þar lengra, skyggnist dýpra, fljúgi hærra; þau hafi gefið okkur gimsteinana — en hinir hafa lagt ótrúlega mikinn skerf til varðveizlunnar, auk þess sem þeir hafa auðgað tung- una með fjölda heita og kenninga. Heiti eru í raun og veru ekki annað en mismunandi orð yfir sama hugtak, þótt blærinn á hugmyndinni verði raunar nokk- uð með mismunandi hætti stundum, eftir því hvaða orð er not- að til framköllunarinnar. Sólin er kölluð sunna eða röðull; sjór- inn gýmir, ægir eða hlér; hesturinn jór, marr eða gangvari. Má öllum vera ljóst, hvílíkt hagræði skáldinu er að kunna skil mis- munandi heita, bæði vegna ríms og blæbrigða. Kenningar eru miklu umfangsmeiri og fjölbreyttari lærdóms- grein. Einföldustu kenningar eru þó augljósar svo sem ísland, Ljósavatn, Sprengisandur, Tvídægra, m. ö. o. samsett orð, þar sem fyrri hlutinn lýsir og einkennir síðari hlutann. Næsta stigið eru tvö orð, sem í felst nokkurs konar gáta, er þó bendir sjálf glöggt til lausnarinnar: hvarma tungl — auga, og hvarma tungls geisli = augakast, augnaleiftur. Onnur krefjast þekkingar á trú forfeðranna. Hver skilur t .d. kenninguna iagnaíundur Friggar niðja, sem ekkert þekkir til Ásatrúarinnar og sagnanna um skáldamjöðinn? Því er ekki að neita, að kenningar fóru oft út í öfgar, einkum þegar fram liðu stundir, en til er enn fjöldi kenninga, sem bera vott um mjög fágaðan málsmekk og hugkvæmni samfara glöggu auga: Vonarskarð, Tröllakirkja, Alíhóll, Unaðsdalur, Dimmuborgir, eða þessar glæsilegu kvenlýsingar: Þorbjörg hólmasól og Oddný eykyndill. Enn í dag eru notaðar og búnar til einfaldar kenningar — málinu er einu sinni svo háttað, að það verður bragðlítið og litdauft án þeirra — en yfirleitt verð- um við að játa með skammroða í kinnum, að mistökin eru frem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.