Stígandi - 01.07.1943, Síða 22

Stígandi - 01.07.1943, Síða 22
12 Á KROSSGÖTUM — STÍGANDI ur okkar tíma. Hvort þykir ykkur t. d. snjallari svipur yfir nöfn- um eins og Sigurður Fáfnisbani eða Hermann kollubani, Sig- tryggur silkiskegg eða Sigurður mosaskeggur, Þórarinn loftunga eða Halldór gullmunnur, Gunnlaugur ormstunga eða Hálfdan strigakjaftur? Þau fyrri bera merki höfðingslundar og glæsi- brags í málfari, hin síðari meir keim kerskniháttar gárungans. Sem betur fer, getum við þó enn víða bent á glæsileik kenn- inga í íslenzkum kveðskap. Ekki hallar t. d. mjög á Stephan G. Stephansson í þessu erindisbroti: Frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur Iandvers og skers! Þess sjást merki sums staðar, þegar litið er yfir sögu íslenzks kveðskapar, að hann hafi verið á leið til þess að brjóta sig úr skorðum stuðla og fastra hátta. En þegar í upphafi er slíkt Grettistak fært í þann afveg, að íslenzk ljóðagerð hefir aldrei streymt þar um af meginþunga. Þetta Grettistak var Edda Snorra Sturlusonar, sem varð allt í senn fræðibók, kennslubók og sóknarrit fyrir íslenzkan kveð- skap, og Snorri gekk svo greinilega sigrandi af hólmi, að enn eftir sjö aldir er Edda hans í raun og veru lykillinn að skilningi flestra íslenzkra kvæða allt fram til þessa dags. Hinu ber ekki að neita, að við þau átök, sem orðið hafa um ýmsar hefðir ís- lenzks kveðskapar, hefir margt það borið í veg fyrir hann, sem hefir frjóvgað hann og mýkt. Ber þar fyrst að nefna dansa, ridd- arakvæði og vikivaka, suðræn að uppruna, létt að háttum og oft næstum áfeng að efnismeðferð: „Runnu upp af leiðum þeirra lundar tveir, upp af miðri kirkjunni mættust þeir. — Þeim var ekki skapað nema að skilja“. Af kynnum dróttkvæða og dansa er talið, að rímurnar skap- ist, ein sérkennilegasta kveðskapargrein hér á landi, sem svo hefir æxlað af sér ótrúlegan sæg lausavísna. Það mun ómælt, hvílíka geysiþýðingu rímna- og vísnagerðin hefir haft fyrir tungutak þjóðarinnar og varðveizlu málsins yfirleitt. Segja má

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.