Stígandi - 01.07.1943, Side 25
STÍGANDI
Á KROSSGÖTUM —
15
skap, sbr. hirðkvæðin, helgikvæðin og rímurnar, stundum hefir
ljóðið sótt á, sbr. dansa og vikivaka-viðlögin. Og nú er svo kom-
ið, að ljóðið er komið í öndvegi. Meginþungi þeirrar skáldlistar,
sem áður leitaði sér framrásar í kvæðinu, hefir lagzt í farveg
skáldsagnagerðarinnar. Þar er meiri framavon, fleiri vilja lesa.
Þrátt fyrir þessi liðhvörf telja margir, að ef til vill hafi aldrei
verið ort betur en nú á íslenzka tungu. Þetta má vera, hvað
form og fágun snertir. En vantar ekki oft átök, skapsmuni? Þeg-
ar við blöðum gegnum kvæði yngri skáldanna frá 1925—1939
verður kannske eitt mest áberandi við þau: Geðblær þungra
drauma. Hvar er karlmennska 19. aldar skáldanna, dirfska í
hugsun, trú á framtíðina? Er það grunur ókominna ógna, sem
varpað hefir skugga sínum yfir kvæði skáldanna, skáldanna,
sem alltaf eru talin sjá lengra fram en almenningur, er það ógn
líðandi tíma, sem hefir lætt þessum hljómi inn í kvæðin?
„Brýnsluguðir, bítur ekki sigðin
bráðum nógu vel —“
Eða er þetta tízka, sem svona kemur fram?
Hvort heldur sem er, skulum við vona, að þetta séu aðeins
stundarsvipmót.
En við skulum gera okkur það ljóst, að íslenzk kveðskaparlist
færir mjög saman ríki sitt, ef hún missir kvæðisþáttinn úr höll
sinni. Ljóðið er oft meira og minna háð líðandi stund, þeim við-
tækjum, sem útvarpað er fyrir þá og þá stundina, raunar ekki
þau beztu, en þó mörg af þeim, sem okkur þykja nú góð. Þau
eru ekki eins vel fallin í heild til þess að varðveita ættleifð kyn-
slóðanna, málið, til þess að njóta ljóðanna er ekki eins nauðsyn-
leg allýtarleg málþekking. Þetta verður, þegar til lengdar lætur,
mikill ókostur. Og þetta er hættulegur ókostur á þeim tímum,
sem nú eru.
En er þá sökin öll skáldanna? Eg held ekki. Sökin er engu
síður okkar lesendanna, eða sem ættum að vera lesendurnir.
Við höfum ekki verið góðir lesendur og gagnrýnendur skáld-
anna. Fjöldi fólks les alls ekki kveðskap, og er enginn vafi á, að
þar er um allöra afturför að ræða. Ljóðabækur eru hættar að
seljast, svo nokkru nemi, og ef við lesendurnir sjáum ekki að
okkur í tíma, verður þess varla ýkjalangt að bíða, að íslendingar
týni niður að mestu sinni sérstæðu kveðskaparlist.
Okkur hættir svo oft til að gleyma því, að við erum aðeins