Stígandi - 01.07.1943, Síða 26
16
Á KROSSGÖTUM —
STÍGANDI
einn þátttakandinn í boðhlaupinu mikla um aukinn þroska.
Okkur finnst okkar kynslóð eini þátttakandinn. En á undan
okkur hafa margar runnið skeiðið og skilað keflinu, ættleifðinni,
með prýði. Eigum við þá að verða til þess að týna því?
Ef til vill fáum við glýju í augu um stund, okkur finnst hlut-
ur annarra þjóða glæsilegri, smæðartilfinningin hvíslar að okk-
ur, að lítið sé að varðveita, litlu sé að skila.
En þegar við höfum runnið skeiðið til enda, vona ég, að við
getum öll sagt með skáldinu:
Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði,
áburð og ljós og alla virkt
enginn til þeirra sparði.
Mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Ef við þekkjum okkar vitunartíma nú og kunnum að velja
og hafna rétt, mun okkur vafalaust verða að þeirri trú, sem við
kannske höfum öll undir niðri, að þjóðin sé stödd á krossgötum
merkilegrar nýársnætur, óskastundin sé yfir og við getum beðið
þjóðinni vaxtar, viðgangs og mikilla afreka.
En ef við varðveitum ekki sem bezt ættartangann, málið, til
handa börnum okkar og hirðum ekki um lífstein þess, kveðskap-
arlistina, mun kynslóð okkar hljóta þann ömurlega dóm eftir-
komendanna, að hún hafi á engum krossgötum staðið og enga
óskastund hitt, heldur ráfað á villiéötum.