Stígandi - 01.07.1943, Page 30

Stígandi - 01.07.1943, Page 30
20 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI ekki fyrir neinn einstakling og er ekki eign neins einstaklings. Það er skapað af mörgum fyrir marga. Það er eign heildar. Með þessu er þó engan veginn reynt að læða þeirri hugsun inn, að starf einstakra manna sé eða hafi verið lítils virði fyrir mál- ið. Því fer fjarri. Ég vildi, til dæmis, verða síðastur manna til þess að kasta rýrð á þann skerf, sem Sveinbjörn Egilsson lagði til endurreisnar íslenzkri tungu og aðrir beztu synir þessa lands bæði fyrr og síðar. Það, sem ég vildi beina athygli manna að, er af allt öðrum toga spunnið. Málið er engin einkaeign. Það er sameiginlegur fjársjóður, dýrmætur arfur, sem ekki er skylda fárra einstak- linga að gæta og geyma, heldur allra þeirra, er heyra til þeirri félagsheild, sem hann hefir erft. En erfingjar eru misjafnir, sum- ir sóa, en aðrir gæta arfsins vel og efla og bæta það, sem þeim hefir verið fengið til gæzlu. Þannig má það verða, að sumir ein- staklingar reynast tungunni betri verðir en aðrir. Því má ekki heldur gleyma, að málið er mönnum ekki áskap- að, en hæfileikann til að nema það hafa þeir hlotið í vöggugjöf. Það mætti því segja, að hending ein ráði því, að feðratunga vor er íslenzka. En því má engu fremur gleyma, að það er þessi sama hending, sem veldur því, að vér erum íslendingar. Með þessu vil ég engan veginn halda því fram, að eina sérkenni hverrar þjóðar sé tunga hennar, heldur að tungan sé mikilvæg- asta einkennið. Jafnframt vildi ég benda á, að það er fullkomið vafamál, að barn, sem fætt er af íslenzkum foreldrum, eigi hæg- ara með að nema íslenzku en einhverja aðra tungu. Það, sem veldur því, að við mælum íslenzkt mál, eru þess vegna ekki neinir sérstakir hæfileikar okkar í þá átt, heldur hitt, að mæður okkar og feður hafa haft það fyrir okkur og þjóðfélag það, sem við erum bornir til, mælir á þessa tungu. Það er því að verulegu leyti ekki á valdi okkar sjálfra, held- ur þeirra, sem fóstra okkur í æsku, hvaða tunga verður okkur tömust, hvert verður móðurmál okkar. Á þeim hvílir einnig að miklu ábyrgðin á því, hversu vandað mál við tölum og hvort við berum hlýjan hug til tungunnar eða erum skeytingarlausir um meðferð hennar. Málið er framar öllu tæki. Það er nauðsynlegt að hafa hug- fast, en jafnframt mega menn ekki ætla, að tungan sé minna virði þess vegna. Málið er ekki einungis tæki. Það er miklu

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.