Stígandi - 01.07.1943, Síða 35

Stígandi - 01.07.1943, Síða 35
STÍGANDI UM MÁLVÖNDUN 25 hafi allt í einu tekið slíku ástfóstri við hana. Ég ætla ekki að skýra hér frá því, hverju ég hefi svarað mér slíkum spurningum, þegar þær hafa sótt á mig, enda kemur það ekki þessu máli við. Við skulum aðeins vona, að setuliðið hafi tendrað helgan neista í brjóstum þessara manna, og hafi það þökk fyrir það. Ég vænti þess, að þessir bölsýnismenn reynist hér eftir drjúgir liðsmenn um varðveizlu tungunnar. Mér er víðsf jarri að vilja draga dul á það, að dvöl setuliðsins eykur mikið á þær hættur, sem sí og æ vofa yfir tungu vorri, en ef það tendrar jafnframt ástina til tungunnar, eins og allt út- lit er á, þá er því vel farið. En menn mega engan veginn ætla, að þetta sé eina eða aðal- hættan. Aðalhættan stafar frá hnignandi bókmenningu vorri. Hún kemur að innan, ef svo mætti að orði kveða. Með hnign- andi bókmenningu á ég ekki aðeins við það, að rithöfundar vor- ir, sem nú ber hæst, eru margir hverjir hvorki eins orðhagir né andríkir og stundum hefir áður verið, heldur einnig það, að fólk les minna og þó sérstaklega verr góðar bækur en áður hefir tíðkazt. Menning heimilanna er áreiðanlega x rénun hér á Is- landi. Það lítur að minnsta kosti þannig út,aðfólkþurfiaðsækja sér ánægju út fyrir heimili sín, hafi ekki yndi af því að sitja heima og hafa um hönd þjóðlegar bókmenntir, kveða rímur og lesa þjóðsögur eða fornsögur heima hjá sér. En Islendingar verða að vera þess minnugir, að það eru þessi fræði, sem eiga drýgstan þátt í varðveizlu íslenzkrar tungu. Og þeir verða að gæta þess sí og æ, að það er gersamlega gagnslaust að gala um þjóðerni og þjóðrækni á götum og gatnamótum, en annaðhvort fyrirlíta eða að minnsta kosti vera gersamlega áhugalausir um allt það, sem er sérstaklega íslenzkt. Slíkt getur í bezta lagi stafað af fávizku. En þessu er nú þannig háttað, þó að ljótt sé frá að segja. Tími flestra manna er skiptur milli alls konar óþjóðlegra starfa. Menn hrúgast í kvikmyndahúsin, hvenær sem færi gefst, og ef þeir taka sér bók í hönd, er það jafnan lélega þýdd neðanmálssaga eða aðrar raufarasögur. Góðar, íslenzkar bókmenntir eiga ekki upp á pallborðið hjá Islendingum nú á dögum. Hér þykist ég hafa stungið á stærsta kýlinu. Menn tala og rita lélegt mál, af því að þeir hafa lesið lélegtmáleðaaðminnsta kosti hafa lítið lesið af góðu máli. Þetta er áreiðanlega veiga- mesta ástæðan og mesta hættan.

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.