Stígandi - 01.07.1943, Page 36

Stígandi - 01.07.1943, Page 36
26 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI Við sjáum því, að meinsemd þessi á djúpar rætur og að mik- ils þarf við, ef kippa á þessu í lag á skömmum tíma. Þá komum við næst að mjög svo erfiðu viðfangsefni. Hvers vegna eiga menn að vanda málið? Mönnum þykir nú ef til vill allófróðlega spurt, og það má ef til vill til sanns vegar færa. Það mætti alveg eins spyrja um það, hvers vegna menn ættu að vera vandaðir menn. Ég ætla mér ekki þá dul að greiða úr því vandamáli. Mörgum hefir orðið hált á því. En ég býst við, að flestir telji það engum vafa undirorpið, að mönnum beri að stefna að því marki. Og ég vona, að þetta beini hug manna að því, að málvöndun er siðferðilegs eðlis, að það er siðferðilegt afbrot að vera hirðulaus um móðurmál sitt og það stafar engu síður af siðferðilegu skeytingarleysi og lausung en gáfnaskorti og van- þekkingu, að menn láta sér ekki annt um meðferð tungunnar. Þetta vildi ég biðja menn að hugleiða. Eins og drepið var á hér að framan, er málið félagslegt fyrirbæri. Það er félagseign. Og ég er viss um það, að það stígur enginn í áliti fyrir það, að hann er skeytingarlaus um þá hluti, sem honum er trúað fyrir. Menn fá ósjálfrátt ímugust á þeim, sem spilla að óþörfu eignum bæj- arfélagsins og þjóðfélagsins. En þetta er sams konar afbrot og þegar menn spilla málinu að óþörfu. Slíkir menn eru vargar í véum. En jafnframt er bezt að gera sér grein fyrir því, að af- brotið er því meira sem eignin er dýrmætari, og dýrmætasta eign hverrar þjóðar er tunga hennar, því að hún er undirstaða menningar hennar, eins og áður var minnzt á. Það mætti segja, að óvönduð meðferð málsins sé ræktarleysi. Og ræktarleysi hefir aldrei þótt fallegt. Hún er ræktarleysi við þjóðina, sem hefir alið okkur, sem hefir háð grimmilega styrjöld við eld og ísa norður við yztu höf, en varðveitt tungu sína og menningu og fengið okkur í hendur til gæzlu. Islenzk tunga og íslenzk menning eru þau atriði, sem veita okkur siðferðilegan rétt til þess að vera sjálfstæð þjóð. Og þetta tvennt er svo ná- tengt hvað öðru, að það verður ekki í sundur greint. Það er því skortur á félagsþroska að misþyrma tungunni. Sá er ekki góður þjóðfélagsþegn, er það gerir. En það er ekki aðeins vegna þess, að menn telja félags- þroska góðan í sjálfu sér, að þeim ber að vanda málið. Menn geta alveg eins vel gert þetta sjálfra sín vegna, af síngjörnum

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.