Stígandi - 01.07.1943, Side 38

Stígandi - 01.07.1943, Side 38
28 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI hafa ekki yndi af tungunni, gera sér ekki grein fyrir þokka hennar og fegurð, kunna ekki að meta gildi hennar. Nútíminn einbeitir huga sínum að verklegum, vélrænum efnum, en sinnir minna andlegum menntum. Eg heyri t. d. nemendur mína oft þjarka um það, að einhver námsgrein hafi ekki hagnýtt gildi. Því beri helzt að leggja hana með öllu niður. En þetta er áreið- anlega ekkert sérkenni skólanema. Þeir kveða hér upp úr um það, sem fjöldi fólks hugsar. Allt verður að hafa hagnýtt gildi, gera menn loðna um lófana. En ég er sannfærður um, að meðan þessi hugsun er efst á baugi með þjóðinni, er engin von til þess, að tungunni og vöndun hennar verði sérstakur gaumur gefinn. En vægast sagt er þessi heimspeki fátækleg og áreiðanlega til niðurdreps andlegu lífi. Undirstaða menntunarinnar er forvitn- in, fróðleiksfýsnin, og hún spyr aldrei um það, hvort græða megi fé á menntuninni. Höfundar Islendingasagnanna spurðu ekki um það, hversu margar krónur þeir fengju fyrir handritin, og rímnaskáldin ortu sér til hugarhægðar. Þeir stunduðu ekki ritstörf sem atvinnu. Þessir menn spurðu ekki um hagnýtt gildi verka sinna, en þeir öfluðu sér frægðar og þjóð sinni sæmdar. Allt það, sem fegurst er í íslenzkri menningu, hefir ekkert hag- nýtt gildi. Það er sprottið upp af ást á viðfangsefninu, ást, sem ekki ætlast til launa, hirðir ekki um auð né f járvon. Það eru verk, sem menn hafa dundað við í hjáverkum. Framtíð íslenzkrar menningar veltur á því, hvort menn halda þessu dundi áfram, og undir þessu er komin framtíð tungunnar. (Framhald).

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.