Stígandi - 01.07.1943, Page 47

Stígandi - 01.07.1943, Page 47
STÍGANDI FRANCES DWYER: SKOLLA-FAXI F. H. BERG þýddi. Hlédrægir menn heimsækja stundum staði, sem þeir hafa enga löngun til að koma á. Orsökin er, að aðrir draga þá með sér, og sú var ástæðan til heimsóknar minnar til Salzburg, þegar söng- hátíðin stóð yfir. Eg er ósöngvinn og ekki tónfróður, og þegar svo ber við, að ég verð að hlusta á hina hærri tegund hljómlistar, reyni ég að útiloka það, sem mér er þraut að hlusta á, með því að virða fyrir mér útlit og andlitsdrætti áheyrendanna. Svo var það í Salzburg, meðan þýzkur slaghörpuleikari glímdi við langa og leiðinlega hljómkviðu, að ég tók að virða fyrir mér aldraðan mann, er sat einn á sérstökum stóli, sem var með fornu, upphleyptu leðurbaki og mynd af skjaldarmerki með máðri gyllingu. Stóllinn stóð á afviknum stað, og framan við hann var strengd rauð snúra, sem skildi þann, er á honum sat, frá öðrum áheyrendum. Maðurinn leit út fyrir að vera um sjötugt — ef til vill eldri, alls ekki yngri. — Andlitsdrættirnir voru fagrir, og hörundslit- urinn minnti á dýran marmara. Augun voru svört, og þau gáfu andlitinu hinn lifandi svip. Hendurnar voru langar og hvítar sem mjöll, og hann studdi þeim á hnén. Hann sat hreyfingar- laus, og sál hans virtist teyga tónana, sem mér voru leiðinlegur hávaði. Ég hugsaði með mér: Þarna situr maður, sem kann að taka á móti því, sem öðrum er hrelling að hlusta á. Það lá við, að ég öfundaði manninn af nautn hans. Mér virtist hann líkjast keri, sem tekið gat á móti og varð- veitt og skilið hverja hina minnstu sveiflu þeirra tóna, sem fram hjá mér fóru sem hávaði. Loks kom hlé. Það var sem hríð dytti af húsum! Ég spurði leikhússendil, hver hann væri, gamli maðurinn. Sendillinn virt-

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.