Stígandi - 01.07.1943, Síða 51
STÍGANDI
SKOLLA-FAXI
41
„Ég er ekki gefinn fyrir tónlist“, sagði ég. „Ég kom til Salz-
burg fyrir bænarstað kunningja míns, ekki vegna tónleikanna“.
Hann kinkaði kolli, — hefir þótzt sjá á mér, að ég hafði engar
gáfur á því sviði. í augum hans var ég ómenntaður ruddi ->—
þessir tónsnillingar þekkja hvor annan á lyktinni og yfirbragð-
inu. Þetta, að kinka kolli framan í mig til fullvissu um, að hann
vissi, að ég hvorki vissi né skildi neitt í tónlist, það hafði egnt
mig gegn honum, og ég hugsaði með mér: „Fjandinn huggi
hann, ég skal tala um tónlist við hann, áður en lýkur. Ekki á
þessari vanalegu blaða- og tónlistarmanna-mállýzku, heldur
eftir mínum eigin nótum“. Svo hélt ég áfram: „Þetta, sem ég
nefndi hljóðfæraslátt, var ekki góðrar tegundar. Það gekk í
gegnum merg og bein og reif vitundina í tætlur, mér varð inn-
anbrjósts eins og ég hefði gleypt sprengiefni og það sprungið
niðri í mér, skyndilega var ég orðinn hluti af umhverfinu:
Trjám, sléttum, runnum og þurrum fljótsfarvegi. Ég var allur á
flótta, en þá sundurslitinn. Agnir af vitund minni voru á undan-
haldi, þær flúðu og flögruðu milli hinna þögulu þungbúnu trjáa.
Klifruðu upp bolinn, en stukku svo úr liminu yfir í næsta tré,
leituðu þá til jarðar og þutu svo upp í hæstu greinar á næsta
augabragði. Sála mín var eins og kastbogi. Hún þaut yfir glóð-
heita sléttuna, beygði svo af og kom til mín aftur; en ekki fyrr
en hljófæraslættinum lauk.
Ég batt hestana við gamalt mímósatré og læddist hljóðlega
í áttina, sem hljóðið kom úr. Mér var andlega óglatt. Hafði ég
hlustað á seið! Var ég að ærast?“ Vasonji kinkaði aðeins kolli,
og vildi auðsjáanlega ekki tapa neinu úr frásögn minni.. Ég var
þó kvíðandi enn, hver endalokin yrðu. Ég lýsti fyrir honum
kofanum, sem stóð í útjaðri skógarins. Það var löng bygging
með hallalitlu þaki og reft með berki, sem flett hafði verið af
trjánum í stórum skíðum. Síðan hafði þakið verið grjótborið,
svo að það fyki ekki. Eftir að síðustu tónarnir voru þagnaðir og
liðnir út í bláinn, þá var eins og þögn frumskógarins yrði enn
magnaðri og víðfeðmari en áður. Líkt og væri hún að safna nýju
liði til að leggja til orrustu við tónana, þegar þeir þyrptust næst
út úr kofanum í skóginum. Engin þögn er jafnoki þeirrar, sem
eyðimerkur og frumskógar Ástralíu geyma. Fuglarnir þar eru
hljóðir, því að þeir hafa aldrei dirfzt að syngja. Ég beið í nánd
við kofann nokkra stund, en sá engan og heyrði engan. Ég var
undir áhrifum, hafði annarlegan hroll; og þó var þetta einhver