Stígandi - 01.07.1943, Side 56
46
SKOLLA-FAXI
STÍGANDI
hefir breytt sér, og eldurinn er á næstu grösum, ég hefi tvo hesta,
sem þið getið fengið — það eru síðustu forvöð að fara héðan!“
„Hvað sagði hún?“ spurði Vasonji. „Hún .sagði, að maðurinn
mundi ekki fara, eldurinn gerði hvorki til né frá, hvað hann
snerti.-----Svo þagnaði hún í miðri setningu. Af tali hennar
fékk ég þá hugmynd, að maðurinn væri ekki með fullu ráði.
Nei, hún sagði það ekki berum orðum, en hún sagði, að hvað
hann snerti, hefði eldurinn enga þýðingu. Var ástæðulaust að
láta sér detta í hug, að sá maður væri ekki með réttu ráði, sem
sat og hamraði á slaghörpu, þegar tíu mílna löng eldkvika, sem
bar við himin, kom veltandi gegnum skóginn og stefndi beint á
kofann? „En þér?“ spurði ég, „þér verðið að komast héðan“.
„Nei, ég skil ekki við hann, það er mín vegna, að hann er hér“.
— í þessum svifum bar vindurinn heitan, kæfandi þef af
brennandi skógi að vitum okkar. Ég greip til konunnar og ætl-
aði að draga hana á burtu, en hún brást við snöggt og sleit sig af
mér og gekk inn í koíann, en skellti hurðinni aftur.
Slaghörpuleikurinn hafði haldið áfram, meðan við ræddumst
við, og þegar hún var farin inn, færðist hann í aukana, varð
villtari, varð trylltari".
Vasonji hafði aldrei séð skógareld, hann hafði aðeins séð
þessar glæður, sem unglingar eru að tendra á hæðum og hólum
á Maríumessu eða á Jónsmessunótt, svo að ég varð að lýsa fyrir
honum, hvernig eldurinn hagaði sér og reyna að láta hann sjá
hann, eins og hann hafði birzt mér, þegar brim hans valt yfir
skóginn og á kofann þessa eftirminnilegu sumarnótt í janúar-
byrjun.
„Ég hljóp niður að fljótinu, sótti hestana. Villimaðurinn var
búinn að söðla sinn hest. Reykinn lagði yfir í þykkum, svörtum
skýjum, hestarnir skulfu á beinunum af hræðslu. A götuslóða,
sem lá fram með ánni, voru skepnur á ferð, það voru þrjár hryss-
ur með folöldum. Þær höfðu snemma lagt á flótta undan eldin-
um, því að þær vissu, að folöldin mundu lýjast, og þau voru orð-
in lúin, en hryssurnar sáu um, að þau fylgdust með, þær hug-
hreystu þau — kumruðu við þau — gerðu við þau gælur, töldu
á þann hátt kjark í þau. Þær höfðu séð skógareld áður og óttuð-
ust, að folöldin hefðu ekki þol til að hraða flóttanum sem þurfti.
Skógareldur gerir alla hesta að veðhlaupagæðingum, ef þeir að-
eins finna lyktina af honum.
Á eftir hryssunum komu nautgripahjarðir í löngum röðum.