Stígandi - 01.07.1943, Page 57
STÍGANDI
SKOLLA-FAXI
47
Það freyddi um granirnar á þeim, tungan lafði út úr þeim, og
skrokkarnir á þeim voru blóðrisa af að troðast gegnum skóginn.
Með hjörðunum voru ungir kálfar, sem eldri dýrin reyndu að
láta fylgjast með, en sumir týndust úr lestinni, þeir féllu um koll
og hreyfðust ekki, en kýrnar yfirgáfu þá ekki. Þær stóðu yfir
þeim föllnum, þefuðu af þeim, gengu kringum þá, en þeir hreyfð-
ust ekki. Einstaka fullvaxinn tarfur, með froðu í rauðum nösum,
stanzaði, er hann sá kýrnar standa ráðþrota yfir kálfunum, hann
snerist öskrandi nokkra hringi um staðinn, sparkaði upp jarð-
veginn með skörpum klaufunum, en lagði svo á flótta, er næsta
reykjarský lagði yfir, hann skorti móðureðlið, umhyggjuna
fyrir afkvæminu, en kýrnar skildu ekki við kálfana, þær hjúkr-
uðu þeim og töluðu við þá á sínu máli, sögðu þeim að vera
óhræddum, því að mamma væri hjá þeim“.
„Haldið þér áfram“, sagði Vasonji, þegar ég tók mér málhvíld,
og hann bandaði til mín hvítri hendi til merkis um, að ég héldi
áfram.-------„Eldurinn hafði læst sig í kvoðutrén, er stóðu í
tveggja mílna fjarlægð frá kofanum, og snarkið og brakið var
mikið, en þó yfirgnæfði slaghörpuleikurinn það lengst af.
Eg, sem hlýddi á leik Stafanescu þessa nótt, gerði mér þá
grein fyrir honum, að það væru göngulög Heljar, með undirleik
eldsins. — Eða voru þar skyndispor Satans, sem slagharpan
túlkaði undir fingrum hans? Enginn hefir heyrt annan eins leik
eða tóna.
Seinast hljóp ég að kofahurðinni og barði, og er ég fékk ekk-
ert svar, braut ég hana upp og gekk inn. Stafanescu sneri baki
við mér, hendur hans flugu upp og niður eftir nótum slaghörp-
unnar, en rauða faxið á höfði hans flaksaðist til, sitt á hvað. Eg
gekk að baki honum og greip í axlirnar á honum, um leið sneri
hann sér við til hálfs, og ég sá framan í hann í fyrsta og síðasta
sinni, og ég hrökk við--------“
Joachim Vasonji huldi andlitið í höndum sér, reri á stólnum
og tautaði við sjálfan sig:
„Þetta með Stafanescu — þetta, sem útilokaði hann frá
hljómleikahúsum álfunnar — og allra landa, það gerðist hér í
Salzburg, það var þess vegna, að hann fór í útlegð frá öllu og
öllum, til að leika fyrir auðnina, þögnina og stjörnur himinsins“.
------Eins og hann gerði nóttina, sem ég hitti hann.
En þetta hafði gerzt þannig, að konungborin kona frá einu
Balkanríkjanna varð svo reið við Stafanescu, af því að hann