Stígandi - 01.07.1943, Side 58

Stígandi - 01.07.1943, Side 58
48 SKOLLA-FAXI STÍGANDI virti hana naumast viðlits, að hún skvetti blásýru í andlit hans, eftir það var hann ekki líkur mennskum manni. „Þegar ég sá andlit hans, hrökk ég frá honum, en gerði svo aðra tilraun til að leiða hann út, en þá kom konan og skarst í leikinn. Hún hafði karlmannsorku, ýtti mér frá og hrópaði: „Farið þér frá okkur, látið okkur í friði. Hann leitar dauðans, því að hann þráir hann----------- „En þér?“ „Afsakið“, mælti hún, „en ef þér einhvern tíma mætið manni, sem ber nafnið Joachim Vasonji, þá segið honum, að þér hafið einu sinni heyrt Stafanescu — öðru nafni Skolla-Faxa — leika á slaghörpu“. Ég er ekki viss um, að Vasonji hafi hlustað á mig segja frá viðskilnaði mínum við konuna og Stafanescu. „Hestarnir voru farnir að ókyrrast. Villimaðurinn hafði misst sinn hest. Ég náði reiðhryssunni minni með naumindum, en þá var reykurinn orðinn þykkur og brakið í eldinum svo mikið, að því verður ekki lýst. Hryssan tók sprettinn, er ég sté á bak, um leið féll á okkur gusa af glóandi sindri, en samtímis heyrði ég slaghörpuleikinn jafn stórfenglegan og nokkru sinni“. Þegar ég hafði lokið sögunni, sat ég hljóður og horfði á Vasonji, sem laut áfram í stólnum og horfði í gaupnir sér. Þá sagði ég: „Konan var jafn brjáluð og maðurinn. Ef hann vildi endilega fyrirfara sér, þá var þó ekki ástæða fyrir hana að fylgja honum“. — Vasonji leit snöggt á mig og sagði: „Þér heimskingi! Skiljið þér ekki ennþá, að konan var dóttir mín, og hún gerði það, sem rétt var. Hún skildi, að ástæðulaust var að láta aðvífandi flón raska ró tónsnillingsins, sem var að leika hljómkviðu, sem drottinn sjálfur hefði hlustað á með vel- þóknun“. Þegar hann hafði sagt þetta, virtist mér hann falla saman í stólnum. — Þegar mér varð ljóst, að konan var dóttir þess, er ég hafði sagt söguna, varð ég orðlaus. Ég stóð á fætur, gekk hljóðlega út og hraðaði mér upp eftir Getreidgasse. Þá minntist ég, að Vasonji hafði tekið ofan við númer 9, og ég spurði mann, sem var á ferli, hvort húsið hefði eitthvað merki- legt að geyma. „Víst er svo“, sagði hann, „það er Mozart-safnið, og það hefir að geyma ómetanlegan kjörgrip“. „Hver er sá kjörgripur?“ „Höfuðkúpa Mozarts", svaraði maðurinn. Næsta dag fór ég frá Salzburg. — Ég er ekki tónfróður mað- ur, og sértu það ekki heldur, lesari góður, þá þarftu ekki að bú- ast við að skilja tónsnillinga eða verk þeirra.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.