Stígandi - 01.07.1943, Page 63

Stígandi - 01.07.1943, Page 63
STÍCrANDI FRÚIN Á GRUND 53 in. Þegar þeir komu að Hvítá á suðurleið, leizt Sigurði hún ekki árennileg. Hann kvaðst því ætla að fara einn yfir fyrst og sjá, hversu tækist. „En hvað ætlar þú að gera, ef ég drukkna?“ segir hann við drenginn. „Ganga með ánni, þar til ég kem í byggð“, svarar hann hiklaus. Þetta þótti Sigurði gott svar. Þó að búast mætti við torfærum á þeirri leið, þá virtist þetta eina úrræðið eins og á stóð. Og kjarkinn þurfti ekki að draga í efa. Síðar varð þessi drengur þjóðkunni höfðinginn og skáldið Valdemar Briem. Sögðu gamlir Eyfirðingar, sem sáu myndir af honum síðar, að svipur hans og yfirbragð minnti mjög á ömmu hans, frúna á Grund. Að lokum ætla ég að birta hér frásögn, sem mér er minnis- stæðust af öllu því, er ég heyrði talað um í sambandi við frúna á Grund. Það voru tvær gamlar konur, sem ræddu þann at- burð með svo viðkvæmri lotningu, að mér skildist, hver áhrif hann hefði haft á þá, sem viðstaddir voru. Síra Jón lærði var þá prestur Grundarsafnaðar. Hann var merkur lærdómsmaður, eins og nafnið bendir til, stundaði em- bætti sitt af miklum áhuga og samvizkusemi og vandaði um við þá, sem ekki komu til kirkju sinnar hvern messudag, ef engin forföll bönnuðu. Hann gekk ríkt eftir, að siðferði manna væri gott, einkum lét hann til sín taka um sambúð karla og kvenna. Ef orð lék á samdrætti einhverra á sama heimili, skipaði hann þeim að giftast undir eins, eða skilja ella. Varð svo að vera. En svo fór, að ein af dætrum prests varð barnshafandi í föðurgarði af völdum umkomulítils vinnudrengs á heimilinu. Má nærri geta, hvernig honum hefir fallið slíkt framferði innan fjöl- skyldunnar. Vinnumaðurinn var samstundis rekinn burt af heimilinu, með þungum átölum og sennilega fjárútlátum, ef nokkuð hefir verið af honum að hafa. Gagnvart dótturinni var sagt, að sr. Jón hefði tekið Brynjólf biskup sér til fyrirmyndar, þegar líkt stóð á, og hafði systir hennar, sem heima var, snúizt á sveif með föður sínum. Stúlkan ól barnið andvana fyrir tím- ann. Var þá fullyrt, að systir hennar hefði bent henni á líkið og sagt: „Það er höfðinglegt, þetta“. Þótti þá sumum nóg um, en enginn þorði að ganga í berhögg við klerkinn og ættmenn hans. Þegar móðirin unga þótti ferðafær, átti hún að taka aflausn

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.