Stígandi - 01.07.1943, Side 72
62
BJARNI STÓRHRÍÐ
STÍGANDI
fram. Ég sá, hvar Bjargspiltar komu, en það dró sundur með
okkur. Afram, áfram, hvít heiðin var sem endalaus gröf. Ég
hafði gengið í röskan klukkutíma, er ég sá dökkleita þústu fram
undan, og flýtti mér þangað. Grunur minn var orðinn að vissu.
Þarna sat Sólveig, sunnan í holti, hlémegin við lítið barð, og
hallaðist upp við það. Þvert um fætur henni lá stallsystir henn-
ar, líkt og Sólveig hefði haldið henni í örmum sér, en skort þrek
til að halda svo lengur. Veðurofsinn hafði svifað snjónum að
mestu frá þeim jafnóðum, svo að af honum höfðu þær lítið skjól
hlotið. En Sólveig hafði auðsjáanlega kostað kapps um að hlúa
að stallsystur sinni, því að sjálf var hún til muna klæðminni.
Bjarni stórhríð þagði lengi, og ég varð þess allt í einu aftur
var, að það var sumar og blíðviðri.
Þegar hann tók aftur til máls, var rödd hans jafn ástríðulaus
og örugg sem fyrr.
„Hin stúlkan var fyrir löngu önduð, en Sólveig var enn með
lífsmarki, þótt ótrúlegt sé. Ég er þess fullviss, að hún þekkti mig.
En hún gat sig hvergi hreyft, aðeins augun voru lifandi, og and-
artak var eins og brygði fyrir skugga af hlýju, ástríku brosi í
þeim. En svo sló á þau starandi bliki, „erfðasilfur“ móður hennar
átti ekki lengur að ganga frá kynslóð til kynslóðar. Dauðinn
hafði lagt löghald á það. Það var ekki karlmannlegt, en ég kast-
aði mér niður og grét hásum, sogandi gráti. Aftur og aftur kall-
aði ég nafn Sólveigar og gat ekki og vildi ekki trúa því, að hún
væri dáin. Þegar Bjargspiltar komu, hafði ég jafnað mig að
nokkru. En Sólveigu fékk enginn þeirra að snerta. Ég tók þenn-
an létta, litla líkama, kaldan og stirðan, í fang mér og bar hann
aleinn heim að Bjargi. En ég var ekki með heilu sinni. I þrjú
dægur sat ég yfir líkinu og lét ekki af þeirri heimskulegu trú,
að Sólveigu gæti ég vakið til lífsins aftur, ef ég neri limi hennar
nógu lengi með snjó. Loks sótti faðir minn mig að Bjargi og fór
með mig nauðugan, viljugan heim, og þar lá ég mest allan vet-
urinn, ekki líkamlega sjúkur, en sálin var öll í brotum. Með vor-
inu komst ég aftur á fætur. En ég var gjörbreyttur. Mig langaði
ekki til neins og hafði ekki vilja á nokkru, og ég eirði hvergi.
Á sumrin var ég hingað og þangað í kaupavinnu, en á vetrum
oftast við sjóróðra. Og alstaðar var ég haldinn „undarlegur",
eins og það var orðað. En á hverju vori fór ég pílagrímsför að
litlu leiði í útnorðurhorni kirkjugarðsins á Stað og hlúði að
reyniviðnum, sem ég hafði gróðursett á leiði Sólveigar.