Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 26

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 26
88 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI Þá vildi ég loks drepa á eitt atriði enn, sem ég tel nauðsyn- legt skilyrði þess, að mál sé vandað og ef til vill nauðsynlegasta atriðið. Til þess að mál sé vandað, verða orðin að íalla vel að hugsuninni. Merkingarblæbrigði orðanna geta verið hárfín, og gáfa stílsnillingsins er fólgin í næmleik á þessi blæbrigði. Segja má, að þetta sé að verulegu leyti guðs gjöf, sem fáum hlotnist. En það er sagt, að hverjum verði það að list, sem hann leikur, og það er mikið til í því. Þessi næmleiki getur vitanlega þrosk- azt eins og aðrar gáfur. Ég hefi orðið þess var, að margir hafa undarlegar hugsanir um mælsku eða ræðusnilld. Sumir telja þá menn mælska, sem geta þeytt upp úr sér merkingarlausum orðaflaumi. En þetta er ekki mælska, heldur mælgi. En mælgin eða málskrúðið er andstyggilegt. Menn tala eða rita ekki vegna orðanna sjálfra, heldur vegna þeirrar hugsunar, sem á bak við felst. Orðin eru þjónar, málið er tæki, eins og tekið var fram í upphafi. Það er því ekki sama, hvaða orð eru valin, og það er vandasamt að velja þau. Málskrúðið flækir hugsunina. Það ger- ir margt óljóst og myrkt, sem vera ætti ljóst og skýrt. Skýrleik- inn og einfaldleikinn eru hin dýrustu hnoss, sem aldrei verða fyllilega metin að verðleikum. Þetta er nú orðið alllangt mál, og sumum er eflaust tekið að leiðast það, en ég verð þó að þreyta lesandann örlítið meira, en þó ekki lengi. Ég vona, að mönnum sé það ljóst, að tungan er okkur dýr- mæt, vandasöm í meðförum og stödd á hættulegu skeiði. En hvað getum við gert til verndar tungunni? Ég býst við, að menn svari því til, að við íslenzkukennararnir séum til þess ráðnir að vera verðir tungunnar og þeir verði að varpa áhyggjum sínum upp á okkur. Það er nú svo. En ég vona, að ég segi ekkert ljótt um okkur kennarana, þó að ég biðji menn að treysta ekki um of á árangurinn af starfi okkar. Og ég hygg, að hann verði lítill, ef menning heimilanna hverfur úr sögunni. Heimilin eru sú undirstaða, sem íslenzkt þjóðfélag er reist á, og ef menning þeirra dvín og dofnar, get ég ekki séð, að þjóðarmenningu okk- ar geti orðið borgið af nokkrum kennurum eða skólum. Sé það þó f jarri mér að gera lítið úr skólum eða gildi þeirra. Ég fæ ekki betur séð en tungu vorri sé hætta búin, ef ekki verður hafizt handa um það að beina hug æskunnar að lestri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.