Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 20

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 20
82 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI þeirra eins vel, því að blær sagnanna hlyti alltaf að breytast við breytingarnar, hversu vel sem verkið væri af hendi leyst. Af þessu er sýnt, að það er íslendingum mikill fengur, að tung- an breytist ekki meira en nauðsynlegt er. En því má ekki gleyma, að ógerlegt og óviturlegt er að koma í veg fyrir allar breytingar. En það, sem skiptir máli, þegar um málvöndun er rætt, er, hvenær málbreytingarnar eru þess eðlis eða komnar á það stig, að þær brjóti ekki í bága við þær kröfur, er gera verður um mál- vöndun. Þeirri spurningu hefir oft verið beint til mín, hvort eitthvað væri „málfræðilega rétt“ eða ekki. Eg hefi stundum brugðizt illa við, þótt kjánalega spurt, því að hugtakið „mál- fræðilega rétt“ er ekki rétt. Það er ekkert til, sem heitir „mál- fræðilega rétt“. Hins vegar er ekkert við því að segja, þótt talað sé um „rétt mál“ og rangt, eins og ég mun betur koma að síðar. Eg býst við, að þetta þyki heimskuleg og nýstárleg kenning, en við nánari athugun mun koma í ljós, að svo er ekki. Málfræðin er vísindagrein. Hennar hlutverk er að rannsaka og fást við staðreyndir. Annars vegar beinist rannsóknin að sögulegum efn- um, athugun málsins á liðnum öldum og breytingum þess, en hins vegar að því, hvernig málið er nú, hlutverki þess og notkun. Síðan er gerð tilraun til þess að flokka þessar staðreyndir. Mál- fræðin er þannig lýsandi. Hún skýrir frá því, hvernig eitthvað er eða var og á hvern hátt má ætla, að það hafi breytzt. En það er ekki hennar hlutverk að segja, hvernig eitthvað eigi að vera. Að þessu leyti er hún engan veginn frábrugðin öðrum vísinda- greinum. Þjóðfélagsfræðin fjallar til dæmis ekki um það, hvern- ig þjóðfélagið eigi að vera. Hlutverk hennar er í nútíð og fortíð, en ekki í framtíð. Hún getur í hæsta lagi bent á, hvert stefnir, en ekki hvert eigi að stefna, hvernig hlutirnir eru, en ekki hvern- ig þeir eigi að vera. Þar koma önnur atriði til greina. Þannig er því einnig háttað um málfræðina. Með þessu vil ég þó alls ekki halda því fram, að vöndun máls eigi ekki rétt á sér eða sé ein- hver andstæða málfræðinnar. Sambandið milli málvöndunar og málfræði er hið sama og milli vísinda annars vegar og sið- fr^ði hins vegar. Málvöndunin er siðfræði málsins, eins og áð- sama kona um það, að hún þyrfti að búa á þremur hæðum, samtímis því að fjöldi fólks er húsnæðislaus. Ætli það sé ekkert samband milli þessa tvenns? H. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.