Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 14

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 14
76 GRÓIÐ LAND STÍGANDI ast fagurrósrauðir seinni hluta sumars, er blóm lyngsins springa út, og í krækilyngs- og bláberjamóunum sortnar eða blánar lyngið af berjum, þegar vel árar. Þar sem víðir vex í mólendinu, er það oft einkennilega flikrótt tilsýndar, og valda því hin hvítloðnu blöð loðvíðisins og hið fagurgræna, gljáandi gulvíðilauf. Ýmsar blómjurtir prýða mólendið, og munu flestir kannast við ljós- rauðar lambagrasþúfur á vorin. Mólendið er oft gott til beitar, en er þó stundum full þurrt, einkum er líður á sumar, en allir þekkja, hve sætt það angar á vorin, þegar fjalldrapinn laufgast og lyngið kemur undan fannahjúpnum. í hlíðabrekkum er mólendið oft slétt, og gróður þess þá sam- felldur. En í þýfðum flatlendismóum eru löngum gróðurlaus rof utan í þúfum, þar sem mest er áveðra, enda næðir oft kalt um þúfnakollana. I móajöðrum, sem að mýrunum liggja, eru oft flög með strjálum gróðurtoppum, og oft er þar margt einærra tegunda. Meðal algengustu tegunda flagsins eru meyjarauga og naflagras, hvort tveggja rauðleitar plöntur. A Suðurlandi er skurfa algeng í flögum. Atosaþemba er gróðurlendi skylt mónum. Þar er grámosinn eða gamburmosinn drottnandi tegund. En á strjálingi innan um hina mjúku, gulgráu mosabreiðu vaxa stinnastör, grasvíðir, þursaskegg, kornsúra og fleiri móaplöntur. Mosaþemban nær fyllstum þroska í hraunum á tilteknu gróðrarstigi, en hana er einnig víðar að finna, einkum til fjalla, og þar sem hátt ber á holtum og snjór lítill. Miklu er hún tíðari sunnan lands en norðan, og nyrðra er hana helzt að hitta í snjóléttum, rakasömum útsveitum, t. d. norður á Melrakkasléttu. Mun jrað stafa af því, að gamburmosinn Jnarfnast allmikillar vætu, en þolir hins vegar illa að vera byrgður undir langvarandi snjójraki. Allflestar tegundir blómjurta, er í mosaþembunni vaxa, eru af norðlægum uppruna og margar há- norrænar. Þótt mosajremban sé Jrannig óbrigðult tákn um hrjóstr- uga náttúru og ófrjótt land, er hún samt sem áður eitt hið svip- Jrýðasta gróðurlendi yfir að líta, og leikur í ótali litbrigða eftir því hversu rakur mosinn er, eða hvemig sólin fellur á hann. Hafa sumir málara vorra, eins og Kjarval, notað sér Jrað. Valllendi er þurrt eins og mórinn, en meiri raka Jrarfnast vall- lendisgróðurinn þó en móagróðurinn. Einkennistegundir þess eru grösin. Gróðurbreiðan er ætíð samfelld, en mosi oft nokkur í rótinni. Yfirborðið er að öllum jafnaði slétt, Jiótt út af geti brugð- ið. Víða, einkum sunnanlands, er valllendi um mikinn hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.