Stígandi - 01.10.1943, Síða 14
76
GRÓIÐ LAND
STÍGANDI
ast fagurrósrauðir seinni hluta sumars, er blóm lyngsins springa
út, og í krækilyngs- og bláberjamóunum sortnar eða blánar lyngið
af berjum, þegar vel árar. Þar sem víðir vex í mólendinu, er það
oft einkennilega flikrótt tilsýndar, og valda því hin hvítloðnu
blöð loðvíðisins og hið fagurgræna, gljáandi gulvíðilauf. Ýmsar
blómjurtir prýða mólendið, og munu flestir kannast við ljós-
rauðar lambagrasþúfur á vorin. Mólendið er oft gott til beitar, en
er þó stundum full þurrt, einkum er líður á sumar, en allir
þekkja, hve sætt það angar á vorin, þegar fjalldrapinn laufgast og
lyngið kemur undan fannahjúpnum.
í hlíðabrekkum er mólendið oft slétt, og gróður þess þá sam-
felldur. En í þýfðum flatlendismóum eru löngum gróðurlaus rof
utan í þúfum, þar sem mest er áveðra, enda næðir oft kalt um
þúfnakollana. I móajöðrum, sem að mýrunum liggja, eru oft
flög með strjálum gróðurtoppum, og oft er þar margt einærra
tegunda. Meðal algengustu tegunda flagsins eru meyjarauga og
naflagras, hvort tveggja rauðleitar plöntur. A Suðurlandi er
skurfa algeng í flögum.
Atosaþemba er gróðurlendi skylt mónum. Þar er grámosinn eða
gamburmosinn drottnandi tegund. En á strjálingi innan um hina
mjúku, gulgráu mosabreiðu vaxa stinnastör, grasvíðir, þursaskegg,
kornsúra og fleiri móaplöntur. Mosaþemban nær fyllstum þroska
í hraunum á tilteknu gróðrarstigi, en hana er einnig víðar að
finna, einkum til fjalla, og þar sem hátt ber á holtum og snjór
lítill. Miklu er hún tíðari sunnan lands en norðan, og nyrðra er
hana helzt að hitta í snjóléttum, rakasömum útsveitum, t. d.
norður á Melrakkasléttu. Mun jrað stafa af því, að gamburmosinn
Jnarfnast allmikillar vætu, en þolir hins vegar illa að vera byrgður
undir langvarandi snjójraki. Allflestar tegundir blómjurta, er í
mosaþembunni vaxa, eru af norðlægum uppruna og margar há-
norrænar. Þótt mosajremban sé Jrannig óbrigðult tákn um hrjóstr-
uga náttúru og ófrjótt land, er hún samt sem áður eitt hið svip-
Jrýðasta gróðurlendi yfir að líta, og leikur í ótali litbrigða eftir
því hversu rakur mosinn er, eða hvemig sólin fellur á hann. Hafa
sumir málara vorra, eins og Kjarval, notað sér Jrað.
Valllendi er þurrt eins og mórinn, en meiri raka Jrarfnast vall-
lendisgróðurinn þó en móagróðurinn. Einkennistegundir þess eru
grösin. Gróðurbreiðan er ætíð samfelld, en mosi oft nokkur í
rótinni. Yfirborðið er að öllum jafnaði slétt, Jiótt út af geti brugð-
ið. Víða, einkum sunnanlands, er valllendi um mikinn hluta