Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 64

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 64
126 LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR STÍGANDT stjórnast, og tekur jafnt yfir sólkerf- ið og ögnina, og allt líf hefir skapazt samkvæmt lögum þess. Það mætti fela einkunnir hinna þriggja stærða í eftirfarandi: Viljinn til lífsins tilheyrir fyrstu stærð. Aðdráttarafl og samloðun annarri stærð. Efnisbundið líf, snúningur og ölduhreyfing, birtast í hinni þriðju stærð. Þessi stærðaþrenning nálgast merkilega hina fornu hugmynd um heilaga þrenning. Viljinn til lífsins er faðirinn. Aðdráttaraflið kærleik- urinn eða sonurinn; og líf hinnar þriðju stærðar er móðirin eða hinn heilagi andi, sem kristallazt hefir í lífi efnisins, en því má heldur eng- inn gleyma, að allt efni er andlegrar ættar, það hefir aðeins hægari hreyfingu. Eða eins og vísindamenn myndu orða það: Allt er orka við síðustu upplausn. Hefir nú verið reynt að sýna fram á, að hin ein- faldasta af stærðunum er hlekkur í hinni miklu þróun lífs og orku. Verður nú í framhaldi þessara þátta rætt um þriðju stærðina, sem ein- ingu, er innibindur fyistu og aðra stærð og nær í þeirri mynd yfir efnisheiminn og líf hans. Um þúsundir ára hefir hugur mannsins verið einkar starfandi og frjósamur á sviði hinnar þriðju stærðar. Allar listir og lífsstefnur eru ávöxtur mannsandans, þar sem hann hefir reynt að setja fram hugs- anir sínar í heimi stærðanna og efn- isins. Aðrir þróunarmöguleikar hafa verið einka-eign skáldanna, dreym- endanna og heimspekinganna, sem sumir hverjir hafa virzt sjá fram í tímann og hafa spáð um ókomnar uppgötvanir og vísindi og fengið að launum spott og fyrirlitningu sinn- ar samtiðar. Hjá einstökum mönn- um hefir farið saman nýjung í bygg- ingarlist, málaralist og hugvísind- um, og hafa verk þeirra manna jafn- an borið af öðrum. Erum við, sem nú lifum, fær um að þýða þær rúnir, sem mál hinnar þriðju stærðar er ritað með; og kunnum við að notfæra okkur þá þekkingu, er það hefir að flytja? Boðskapur og kenning þriðju stærðarinnar snýst mjög um efnið og yfirráð okkar á því sviði. En lög- málið, sem þar ræður, er lögmál að- greiningarinnar, því að efnislífið lýsir sér í óteljandi deildum, er skiptast í grúa sundurlausra og ein- angraðra einstaklinga, en einangrun- in er sprottin af því, að af lægri stærðum lifs og forms þarfnast hver lifvera sins eigin rúms, og samræmi á sér ekki stað. Maðurinn virðist hafa gagnsýrzt af greiningarlögmálinu. Það sýnist vera orðið honum í blóð borið. Und- ir áhrifum þess hefir hann framleitt hinn mesta fjölda alls konar teg- unda. Þrá hans hefir verið að eiga margt, ekki fátt. Mál hans hefir vax- ið ótrúlega ört að orðafjölda. Bygg- ingarlist hans, er upprunalega var einföld, hefir fengið óendanlegan breytileik og er hlaðin ómerkileg- um smámunum, og þarfir mannsins hafa vaxið örar enn svo, að hann hafi þar komið tölu á. Vísindin, sem í fyrstu tilheyrðu einni stétt manna — prestunum og leiðtogum þjóðanna — hafa greinzt í margvíslegar deildir, en hver þeirra hefir haft tilhneigingu til ein- angrunar og sérþótta, þar til að svo er komið, að við finnum ýmsa samstæða hluti og heiti, sem ganga grímuklædd undir ólíkum og ósam- stæðum nöfnum. Fjölsköpunin fékk að lokum yfirráð yfir þeirri einingu og einfaldleik, er menn þekktu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.