Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 41

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 41
STÍGANDI FERÐASOGUBROT 103 mun Stefán karl ennþá fær um vötn og sanda sýslu sinnar, og svo mun, meðan hann getur óstuddur á hesti setið. Ferðin gekk greiðlega austur sandinn, enda voru engin „ný- vetni“ til farartálma, en nývetni kalla Skaftfellingar kvíslar, sem skyndilega kunna að brjótast undan jöklinum. Fórurn við yfir Skeiðará á jökli. Við hugðum að tjalda í Bæjar- staðaskógi um nóttina, og gerðum það, en Stefán hélt heim að Skaftafelli með hestana. Ætlaði hann að sækja okkur daginn eftir. Það eru stórfengleg viðbrigði og óvænt, eftir að hafa farið um eyðisand mikinn hluta dags meðfram jökulrótum og loks yfir jökul, að koma allt í einu í ilmandi skóglendi, einn stórvaxnasta skóg landsins. Slík stakkaskipti náttúrunnar eru mikilfengleg og hrífandi, og Öræfin eru auðug að þessum og þvílíkum andstæð- um, sem ógna og heilla hug ferðamannsins samtímis. — Dvöl okk- ar í skóginum var líkust því, sem lýst er í æfintýrum: Tjald okkar skýlt í grænum skógi; örstutt í skriðjökla á tvo vegu; beljandi jökulár og svartir sandir; næstum sjóðandi heitar uppsprettulindir, og að baki liæðir og öldur undir hvolfþaki jöklanna. Um kvöldið fórum við að Hitalæk. Hitalækur sprettur upp við rætur Jökulfells. Er hann um 70° heitur við upptök sín. En skömrnu neðar er dálítill foss, og er gott að taka sér þar steypibað, enda notuðum við tækifærið til þess að þvo af okkur ferðarykið. Rökuðum við okkur og snyrtum um miðnæturleytið í tungls- Ijósi og var það liarla æfintýralegt. Nóttin var unaðsleg, og mun verða okkur minnisstæð. Bæjarstaðaskógur er stórvaxinn, en ekki víðáttumikill, og held- ur virðist hann eiga erfitt með að færa út kvíarnar sökum upp- blásturs. Þó er Iiann vel girtur og vel hirtur. Morguninn eftir vöknuðum við snemma við dunur og dynki í skriðjöklinum fyrir botni Morsárdals. Fellur jökullinn þar fram af háum hömrum og molast mjölinu smærra, er niður kemur. Seinna um daginn kom Stefán í Skaftafelli. Lét hann okkur hafa liestana, en sjálfur þurfti hann á móti fólki vestur á Sand. Riðum við nú þvert yfir Morsárdal, og skáhalt upp á Skafta- fellsheiði. Er hún mjög skógi vaxin neðan til, en er hærra kemur, hverfur skógurinn um stund. En er aftur fer að lialla undan fæti, bólar á honum á ný, og sjáum við þá fljótt bæina í Skaftafelli. Þeir eru þrír og heita Hæðir, Sel og Belti. F.n áður en heim að bænum kom, fældist hryssa sú, er koffortin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.