Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 73

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 73
STÍGANDI UM BÆKUR 135 Má því til sönnunar nefna þáttinn um það, er Jón Hreggviðsson kemur á fund Snorra í Húsafelli og þreytir afl við móður hans og dóttur og í annan stað það, þegar liann er í svartholinu sam- tímis þeim öllum Ashirni Jóakimssyni, Hólmfasti Guðmundssyni (báðum kunn- um úr Islendingasögunni), Guttormi Guttormssyni (auðvitað Austfirðingi) og Jóni Þeófflussyni („það var galdra- maður úr fjörðum vestan"). Enn eru í þessari sögu margar vísur, sem sögu- hetjan kveður af munni fram líkt og í Fornaldarsögunum, þó að vísur Jóns Hreggviðssonar séu reyndar sagðar úr Pojitusrímum eldri (sem ekki munu lengur vera til). Stíll og málfar sögunnar er stæling á stíl og málfari frá upphafi 18. aldar, þó að auðfundið sé, að 20. aldar íslending- ur leikinn og lærður í stílbrellum aldar sinnar, haldi á pennanum. Er þetta mjög lystilegt á sinn hátt, þó að auð- veldlega megi finna forsendur til áfell- isdóma. Þó að hér hafi ýmislegt verið nefnt, sem sérstætt má telja um þessa sögu Laxness, verður hinu ekki neitað, að hún er af líku klæði skorin og fyrri sög- ur hans þrátt fyrir það. Þannig minna mannlýsingarnar eigi smálítið á mann- lýsingar, sem kunnar eru úr fyrri sögun- um. Hvað eflir annað finnst lesandan- um Jón Hreggviðsson vera Bjartur í Sumarhúsum endurborinn, og er það dæmi ekki einstakt. Enn einkennir þessa sögu svo sem fyrri sögur höfundarins hinn undarlegi krossvefnaður fegurðar og ömurleika. En þó að þessi saga sé frá ömurlegustu öld í sögu þjóðarinnar og eigi að lýsa einhverjum ömurlegustu fyrirburðum þeirrar aldar, skýtur þar þó upp meiri glæsileika í mannlýsing- um en menn eiga áður að venjast frá höfundinum. Má þar t. d. nefna lýsing- una á Arnas Arnæus og lögmannsdótt- urinni. Mætti ef til vill af því ráða, að meiri breyting sé orðin á viðhorfi höf- undarins gagnvart öðrum mönnum en hann vill raunar viðurkenna fyrir sjálf-. um sér og öðrum. Kolbeinn Högnason: Kræklur, Olbogabörn og Hnoðnaglar. Með þessum þremur bókum kveður bóndi sér hljóðs á skáldaþingi. Undir eins við fyrsta lestur þeirra verður það ljóst, að hann hefir ekki tekið að yrkja til þess að verða skáld, heldur hefir hon- um fyrst dottið það í hug, að hann kynni raunar að vera það, þá er hann hafði ort mörg kvæði og fjölda af lausa- vísum. Kolbeinn gæti af miklu meiri einlægni en Páll Olafsson sagt: „Kveð ég mér til hugarhægðar, en hvorki mér til lofs né frægðar." Víst bera kvæðin þess merki, að þau eru hjáverk með búskapnum. Þau eru hvorki soðin við mikinn hita né vand- lega sorfin. Þeim fylgir ekki úr hlaði sá alhugur, sem gefur þeim eilíft líf meðal þjóðarinnar. En þau eru samt vel kveðin og málfarið er alltaf hreint og tært, enda er mest alúðin við það lögð. — Lausavísurnar eru yfirleitt betri en kvæðin, enda hægara að vanda til þeirra jafnframt öðrum önnum. Það væri ef til vill ofmikið sagt, að þær væru hver annari betri, því að fáar eru með snilldarbragði, en þær eru allar haglega gerðar, af kunnáttu og leikni. Kvæði Kolbeins bera því glögglega vitni, að þau hafa haft mikið gildi fyrir höfund þeirra. Þau bera höfundi sínum einnig gott vitni, en fremur sem greindum manni en skáldi. Þau taka lesandann ekki neinum töfratökum, en ef menn lesa þau af alúð, kenna þeir af þeim andvara af karlmannlegu þreki, og sá andvari er sá eftirómurinn, sem geymist lengst. Arnór Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.