Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 38

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 38
100 FERÐASÖGUBROT STÍGANDI við: Ölfus, Flóa, Holt, Rangárvelli og I,andeyjar. Við lítum í fyrsta sinn gamla og góða kunningja af myndum og frásögnum: Gljúfrabúa, Seljalandsfoss og Skógafoss. Allir eru þeir þekktir úr söngvum og kvæðum. Fagurt er undir Eyjafjölluin, sveitin sérkennileg og svipbrigða- rík. — í fjarska á aðra liönd er liafið og Vestmannaeyjar, en jökl- arnir tveir á liina, með hamrahlíðum og hengiflugum. Uppi undir grasi gróinni hlíðinni með hamrabeltunum, stendur röð af bæjum. Háværir lækir lyfta sér í fossurn fram af klettabrún- unum, en læðast svo látlaust og hljóðlega fram lijá bæjum um tún og engjar á leið sinni til lokadægurs. En Eyfellingar hafa ekki látið sér nægja að hlusta á lækjar- niðinn, því að nú veitir orka lækjanna velflestum bæjum þar ljós og hita. Veður var gott eins og endranær, og urðum við því eigi varir hinna víðspurðu sviptivinda, sem eiga það til að kippa heyböggum neðan af engjunum upp á hamrabrúnir og þeyta fullorðnum karlmönnum í loft upp. Við fylgdum því jörðinni austur með Fjöllunum. í Vík í Mýrdal höfðum við alllanga viðdvöl. Olli því bilun á bifreiðinni. En vel er varið nokkrum klukkustundum í Vík. Kauptúnið á sem kunnugt er við algert hafnleysi að búa. — Hér örlar ekki aldan á steini, heldur ólmast. Hún líður ekki áfram, heldur fer hún hamförum með ofurafl höfuðskepnanna í fang- inu. Öskri brimsins verður til einskis jafnað nenta sjálfs sín. Mörgunt bátnum hefir það búið þau örlög, að brotna í spón, og mörgum manni aldurtila. En tímarnir hafa breytzt og hér til batnaðar. Ægir liefir að vísu ekkert skipt um skap. Ennþá þylur liann sinn dauðasöng við sanda og kletta Víkurkaupstaðarins, en nú lætur sá söngur öðru- vísi í eyrum Víkverja en áður fyrr. Sjósókn er mikið til úr sög- unni. Allar vörur að og frá kauptúninu eru nú fluttar á bif- reiðum. Við skoðuðum staðinn lengi dags. F.n ekki lét brimið á sér bæra. Reynisdrangar eru alltaf eins, þar sem þeir standa eins og verðir framan við björgin, lítið eitt úti í sjónum. Þarna morar allt af fugli, bæði á sjó og landi. Senn er dvölin í Vík á enda. Við höldum austur Mýrdalssand. Að baki okkar liggur Múlakvísl. Hún er regluleg jökul-ham- hleypa. En nú er hún brúuð, og er því ekki lengur þrándur í götu ferðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.