Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 24

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 24
86 UM MÁLVÖNDUN STÍGANDI Ýmsir eru nokkuð fljótir að finna það á sér, hvort eitthvert orð er erlends uppruna eða ekki, en oft og engu síður vill það til, að erlendum merkingum er laumað inn í alíslenzk orð. Þetta er engu síður saurgun málsins og jafnvel hættulegri en hin fyrri, af því að menn veita henni síður eftirtekt. Ég skal taka dæmi, til þess að betur skiljist, hvað ég á við. Það er nú orðið algengt mál að keyra bifreið. Sögnin að keyra er að vísu rammíslenzk, en hún er það ekki í þessari merkingu. Þetta heitir á íslenzku að aka. Þá er sögnin að byggja. Menn eru teknir að nota hana um allan skrattann. Þannig nota Danir sögnina at bygge og Þjóð- verjar sögnina bauen. Nú eru menn teknir að byggja hús og byggja skip. Þetta er málleysa. Það heitir á íslenzku að reisa hús og smíða skip. En það er ekki öllu lokið enn. Enn er eftir ein tegund slettna, sem menn eiga erfitt með að átta sig á. Það eru erlend orðtæki eða orðasambönd, sem þýdd eru á íslenzku og fá þannig íslenzk- an blæ. Þau eru einnig málspjöll. Sem dæmi um slíkt mætti nefna eitt orðasamband, sem nú er orðið alltítt. Það er að drepa tímann. Þetta mun vera enskt að uppruna. Heitir það þar to kill the time, en á íslenzku nefnist þetta að stytta sér stundir. Til þess að mál sé vandað, ber að sneiða hjá öllu þessu. En það er oft hægra sagt en gert. Til þess að vera öruggur þarf oft mikla aðgætni og rannsókn, en það var ekki ætlun mín með þessari grein að segja fóiki, að dælt sé við þetta að fást, heldur hitt, að þetta sé skylda góðra íslendinga. Gegn þessum erlendu slettum getum við teflt fram fjölmörgum rammíslenzkum orð- um og orðasamböndum. íslenzkan er orðauðugt mál. Orða- fjöldinn er að vísu ekki fastákveðin tala, en fróðir menn telja, að íslenzkan eigi yfir að ráða um það bil 200 þús. orðum. Það er reyndar ekki nema tæpur helmingur allra enskra orða. En ensk- an er líka talin orðauðugasta mál veraldarinnar. En það, sem einnig er mikilsvert í þessum efnum, er sköpunarmagn tungunn- ar. Islenzkan á í fórum sínum ótæmandi yngilindir. Það er tak- markalaust, hversu mikið er hægt að smíða af nýjum, íslenzk- um orðum. Þá er það einnig mikilsvert, að orðaröðin í setning- unni er ekki föst í íslenzkri tungu. Gefur þetta málinu meiri sveigjanleik og mýkt. Og loks má ekki gleyma því, að íslenzkan er óvenju-auðug af alls konar orðasamböndum og þeim skemmtilegum. Það, sem gerir þau skemmtileg, er uppruni þeirra. Þau hafa skapazt við störf íslenzkrar alþýðu, orðið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.