Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 25

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 25
STÍGANDI UM MÁLVÖNDUN 87 hjá bóndanum við orfið eða fjárgæzluna eða sjómanninum við baráttu hans við úfinn sæ. En þó að þessi tvö atriði, sem nú hefir verið um rætt, rétt- leikinn og hreinleikinn, séu ef til vill að ýmsu leyti mikilvægust um vöndun málsins, má þó margt fleira til tína, sem skiptir afar- miklu máli og góðir rithöfundar gefa að mikinn gaum. Og ég ætla að biðja menn að hafa það fast í huga, að það, sem ég hefi sagt og mun segja um málvöndun, hefi ég engu síður miðað við ritmál en talmál. Og því má ekki gleyma, að þess er enn meiri þörf, að ritmálið sé vandað, því að talmálið deyr, en ritmálið lifir, og komandi kynslóðir eiga eftir að nema af því. Eitt, sem enn er ótalið, er það, að vandað mál er fallegt mál. Oll orð eru ekki jafnfögur, sum eru mjög hljómfögur, en önnur miður. Þetta er að vísu smekkatriði, og það er sagt, að ekki tjói að deila um smekkinn, og er nokkuð til í því. En það er þó vafa- laust, að ýmis snjöll skáld og rithöfundar velja ekki orð sín af handahófi. Þau hafa hliðsjón af hljómi þeirra og klið. En segja má, að þetta sé stílfræðilegt atriði, en þess ber þó að gæta, að mál og stíll verður aldrei fylhlega sundur greint. En það var þó aðallega annað atriði, er þessu er tengt, sem ég ætlaði mér að víkja hér að. Menn hljóta að viðurkenna, að allur kauðaskapur í máli er ekki af erlendum toga spunninn. Það er einnig til ís- lenzkur kauðaskapur, rammíslenzkur kauðaskapur. En hann ber vitanlega að varast. En til þess þarf smekk, góðan smekk. Þá er einnig annað, sem menn verða nú að horfast í augu við. Það er í sköpun hér á landi nýtt mál, götumál, skrílmál. Ég veit ekki, hvort allir hafa veitt þessu eftirtekt, en samt er það satt, og það er til fólk hér á Akureyri, sem hefir orðið fyrir áhrifum frá þessu máli. Aðallega munu það vera stúlkur á gelgjuskeiði, sem mál þetta tala. Mér hefir skilizt, að mál þetta eigi að vera fyndið, en það hefi ég reyndar aldrei getað fundið. Ein málfræði- regla þessa máls er sú, að flest nafnorð og lýsingarorð enda á ó. Flestir kannast við orð eins og púkó, sveitó, Gúttó o. s. frv. Ann- að atriði er það, að sögninni er jafnaðarlega sleppt úr setning- unni. Ekki er óalgengt að heyra setningu af þessu tæi: En tíkó! En ég vil ekki eyða fleiri orðum að þessu skrílmáli, en ég vil beina þeirri áskorun til foreldra, að þeir reyni að leiða börnum sínum það fyrir sjónir, að þau eru á niðurleið, er þau taka upp slíkt málfar. Þetta er fátækt mál. Og samfara fátæku máli er fátækleg hugsun. Fram hjá því verður ekki komizt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.