Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 8

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 8
70 GRÓIÐ LAND STÍGANDI landi, sem er að gróa, gætir þessa að vísu lítt. En jafnskjótt og gróðurbreiðan verður samfelld, hefst hin harðasta samkeppni milli tegundanna, og þær tegundir, sem sízt fá samlagazt skilyrð- um þeim, er fyrir hendi eru, verða að þoka um set. Svo er talið, að í megindráttunum séu það hiti, vatn, loft, ljós og jarðvegur, sem ráði úrslitum um, hversu tegundirnar skipa sér sarnan. En þegar vér athugum tiltölulega lítið svæði, eins og land vort er, verðum vér að skoða hvert smáatriði í þessum efnum niður í kjölinn. Þótt land vort sé ekki stórt, þá veitir það liarla mismunandi gróðurskilyrði. Mundi það þó koma enn betur í ljós, ef flóra landsins væri fjölskrúðugri en hún er. En einangrun landsins langt frá öðrum löndum hefir valdið því, að tegundir eru hér færri miklu en loftslag og frjósemi jarðvegsins leyfa. Hiti og einkum úrkoma eru allmisjöfn í ýmsum héruðum landsins, enda þótt sá munur sé ekki stórfelldur í ýmsum héruðum á láglendi, þá munar verulega bæði á meðalárshita og sumarhita eftir hæð yfir sjávarmáli. Er hitinn stórum mun lægri á hálendinu en niðri í byggðunum. Sá munur ræður því, að hér koma frarn tvö allólík gróðurbelti. Láglendið lieyrir til nyrzta hluta tempraða beltisins, barrskógabeltinu, enda þótt barrskóginn vanti hér. Hálendið og sum köldustu byggðarlögin eru liins vegar heimskautalönd að gróðurfari. Mislent er hér einnig mjög. Hefir það mikil áhrif á hita og raka jarðvegsins. Hæðir eru ætíð þurrlendari en lægðir, og þuir jarð- vegur hlýrri en rakur, svo að þessa sér glöggan mun í gróðurfari. Þá er ætíð miklum mun hlýrra í brekkum, sem snúa gegn sólar- átt en hinum, sem skuggamegin liggja. Skjól er plöntunum einnig mikilsvirði. Þá má ekki gleyma snjólaginu á vetrum. Mikill snjór er hagkvæmur gróðri, ef hann einungis liggur ekki svo lengi frani eftir sumri, að vaxtartíminn styttist verulega af þeirri sök. Þá hefir og sjóloftið sýnilega nokkur áhrif í þessu efni, enda ætíð hægt að finna mun gróðurs á útnesjum og inn til dala. En þegar vér skoðum öll þessi atriði ofan í kjölinn, mun samt koma í ljós, að raki jarðvegsins um meginvaxtartímann mun verða liöfuð- atriðið, sem úrslitum ræður um það, hverjar tegundir vaxa saman. Þá er eðli og efnasamsetning jarðvegsins allmisjafnt. Hér er bæði gróðrarmold, sand- og leirjörð, og á það allt sinn þátt í því að skapa gróðurlendi. Þó er þess að gæta, að varla getur miklu mun- að á efnasamsetningu jarðvegs hér, þar sem meginhluti landsins er gerður af sömu bergtegund, blágrýtinu, eða á rót sína að rekja til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.