Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 31

Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 31
STÍGANDI Thomas Mann: VONBRIGÐI Ingvar Brynjólfsson þýddi. Ég játa, að orð þessa undarlega rnanns gerðu mig alveg ruglað- an, og ég óttast, að ég muni heldur ekki enn vera fær um að end- urtaka þau þannig, að þau snerti aðra á h'kan hát og þau snertu mig kvöldið góða. Ef til vill stöfuðu áhrifin aðeins af hinni óvæntu hreinskilni, sem lá í orðum þessa bráðókunnuga manns. Haustmorgun einn á Markúsartorginu, fyrir hér um bil tveim- ur mánuðum, vakti þessi ókunnugi maður athygli mfna í fyrsta sinn. Á hinu mikla torgi var aðeins fátt manna á ferli, en fánar blöktu í hægri hafgolu fyrir framan hina marglitu undrabygg- ingu, sem bar svo heillandi við mildan, ljósbláan himin, með útlínum sínum, íburðarmiklum og æfintýralegum, og gullnu skrauti. Beint fyrir framan aðaldyrnar hafði geysimikill dúfna hópur safnazt saman nmhverfis unga stúlka, sem stráði maís úr hendi sér, en stöðugt dreif fleiri að úr öllum áttum. — Sýn þessi var svo full bjartrar og hátíðlegrar fegurðar, að hún var hafin yfir allan samanburð. Þá mætti ég honurn, og hann stendur mér mjög skýrt fvrir hug- skotssjónum, meðan ég er að skrifa. Hann var tæplega meðalmað- ur á hæð og gekk hratt og álútur, en hélt göngustaf sínum báðum höndum á baki sér. Hann var klæddur ljósum yfirfrakka og dökk- röndóttum buxunt og bar svartan, harðan hatt á höfði. Af ein- hverjum ástæðum tók ég liann fyrir Englending. Hann gat verið þrítugur að aldri, einnig ef til vill fimmtugur. Hann var skegg- laus, nefið í gildara lagi, augun grá og þreytuleg, og unr munn hans lék jafnan óskiljanlegt og dálítið aulalegt bros. Hann leit aðeins endrum og eins í kringum sig, um leið og hann lyfti brún- um, horfði síðan aftur niður fyrir fætur sér, sagði nokkur orð við sjálfan sig, hristi höfuðið og brosti. Þannig gekk hann í sífellu fram og aftur urn torgið. Upp frá þessu virti ég hann daglega fyrir mér, því að liann virt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.