Stígandi - 01.10.1943, Page 25

Stígandi - 01.10.1943, Page 25
STÍGANDI UM MÁLVÖNDUN 87 hjá bóndanum við orfið eða fjárgæzluna eða sjómanninum við baráttu hans við úfinn sæ. En þó að þessi tvö atriði, sem nú hefir verið um rætt, rétt- leikinn og hreinleikinn, séu ef til vill að ýmsu leyti mikilvægust um vöndun málsins, má þó margt fleira til tína, sem skiptir afar- miklu máli og góðir rithöfundar gefa að mikinn gaum. Og ég ætla að biðja menn að hafa það fast í huga, að það, sem ég hefi sagt og mun segja um málvöndun, hefi ég engu síður miðað við ritmál en talmál. Og því má ekki gleyma, að þess er enn meiri þörf, að ritmálið sé vandað, því að talmálið deyr, en ritmálið lifir, og komandi kynslóðir eiga eftir að nema af því. Eitt, sem enn er ótalið, er það, að vandað mál er fallegt mál. Oll orð eru ekki jafnfögur, sum eru mjög hljómfögur, en önnur miður. Þetta er að vísu smekkatriði, og það er sagt, að ekki tjói að deila um smekkinn, og er nokkuð til í því. En það er þó vafa- laust, að ýmis snjöll skáld og rithöfundar velja ekki orð sín af handahófi. Þau hafa hliðsjón af hljómi þeirra og klið. En segja má, að þetta sé stílfræðilegt atriði, en þess ber þó að gæta, að mál og stíll verður aldrei fylhlega sundur greint. En það var þó aðallega annað atriði, er þessu er tengt, sem ég ætlaði mér að víkja hér að. Menn hljóta að viðurkenna, að allur kauðaskapur í máli er ekki af erlendum toga spunninn. Það er einnig til ís- lenzkur kauðaskapur, rammíslenzkur kauðaskapur. En hann ber vitanlega að varast. En til þess þarf smekk, góðan smekk. Þá er einnig annað, sem menn verða nú að horfast í augu við. Það er í sköpun hér á landi nýtt mál, götumál, skrílmál. Ég veit ekki, hvort allir hafa veitt þessu eftirtekt, en samt er það satt, og það er til fólk hér á Akureyri, sem hefir orðið fyrir áhrifum frá þessu máli. Aðallega munu það vera stúlkur á gelgjuskeiði, sem mál þetta tala. Mér hefir skilizt, að mál þetta eigi að vera fyndið, en það hefi ég reyndar aldrei getað fundið. Ein málfræði- regla þessa máls er sú, að flest nafnorð og lýsingarorð enda á ó. Flestir kannast við orð eins og púkó, sveitó, Gúttó o. s. frv. Ann- að atriði er það, að sögninni er jafnaðarlega sleppt úr setning- unni. Ekki er óalgengt að heyra setningu af þessu tæi: En tíkó! En ég vil ekki eyða fleiri orðum að þessu skrílmáli, en ég vil beina þeirri áskorun til foreldra, að þeir reyni að leiða börnum sínum það fyrir sjónir, að þau eru á niðurleið, er þau taka upp slíkt málfar. Þetta er fátækt mál. Og samfara fátæku máli er fátækleg hugsun. Fram hjá því verður ekki komizt.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.