Stígandi - 01.10.1943, Side 73

Stígandi - 01.10.1943, Side 73
STÍGANDI UM BÆKUR 135 Má því til sönnunar nefna þáttinn um það, er Jón Hreggviðsson kemur á fund Snorra í Húsafelli og þreytir afl við móður hans og dóttur og í annan stað það, þegar liann er í svartholinu sam- tímis þeim öllum Ashirni Jóakimssyni, Hólmfasti Guðmundssyni (báðum kunn- um úr Islendingasögunni), Guttormi Guttormssyni (auðvitað Austfirðingi) og Jóni Þeófflussyni („það var galdra- maður úr fjörðum vestan"). Enn eru í þessari sögu margar vísur, sem sögu- hetjan kveður af munni fram líkt og í Fornaldarsögunum, þó að vísur Jóns Hreggviðssonar séu reyndar sagðar úr Pojitusrímum eldri (sem ekki munu lengur vera til). Stíll og málfar sögunnar er stæling á stíl og málfari frá upphafi 18. aldar, þó að auðfundið sé, að 20. aldar íslending- ur leikinn og lærður í stílbrellum aldar sinnar, haldi á pennanum. Er þetta mjög lystilegt á sinn hátt, þó að auð- veldlega megi finna forsendur til áfell- isdóma. Þó að hér hafi ýmislegt verið nefnt, sem sérstætt má telja um þessa sögu Laxness, verður hinu ekki neitað, að hún er af líku klæði skorin og fyrri sög- ur hans þrátt fyrir það. Þannig minna mannlýsingarnar eigi smálítið á mann- lýsingar, sem kunnar eru úr fyrri sögun- um. Hvað eflir annað finnst lesandan- um Jón Hreggviðsson vera Bjartur í Sumarhúsum endurborinn, og er það dæmi ekki einstakt. Enn einkennir þessa sögu svo sem fyrri sögur höfundarins hinn undarlegi krossvefnaður fegurðar og ömurleika. En þó að þessi saga sé frá ömurlegustu öld í sögu þjóðarinnar og eigi að lýsa einhverjum ömurlegustu fyrirburðum þeirrar aldar, skýtur þar þó upp meiri glæsileika í mannlýsing- um en menn eiga áður að venjast frá höfundinum. Má þar t. d. nefna lýsing- una á Arnas Arnæus og lögmannsdótt- urinni. Mætti ef til vill af því ráða, að meiri breyting sé orðin á viðhorfi höf- undarins gagnvart öðrum mönnum en hann vill raunar viðurkenna fyrir sjálf-. um sér og öðrum. Kolbeinn Högnason: Kræklur, Olbogabörn og Hnoðnaglar. Með þessum þremur bókum kveður bóndi sér hljóðs á skáldaþingi. Undir eins við fyrsta lestur þeirra verður það ljóst, að hann hefir ekki tekið að yrkja til þess að verða skáld, heldur hefir hon- um fyrst dottið það í hug, að hann kynni raunar að vera það, þá er hann hafði ort mörg kvæði og fjölda af lausa- vísum. Kolbeinn gæti af miklu meiri einlægni en Páll Olafsson sagt: „Kveð ég mér til hugarhægðar, en hvorki mér til lofs né frægðar." Víst bera kvæðin þess merki, að þau eru hjáverk með búskapnum. Þau eru hvorki soðin við mikinn hita né vand- lega sorfin. Þeim fylgir ekki úr hlaði sá alhugur, sem gefur þeim eilíft líf meðal þjóðarinnar. En þau eru samt vel kveðin og málfarið er alltaf hreint og tært, enda er mest alúðin við það lögð. — Lausavísurnar eru yfirleitt betri en kvæðin, enda hægara að vanda til þeirra jafnframt öðrum önnum. Það væri ef til vill ofmikið sagt, að þær væru hver annari betri, því að fáar eru með snilldarbragði, en þær eru allar haglega gerðar, af kunnáttu og leikni. Kvæði Kolbeins bera því glögglega vitni, að þau hafa haft mikið gildi fyrir höfund þeirra. Þau bera höfundi sínum einnig gott vitni, en fremur sem greindum manni en skáldi. Þau taka lesandann ekki neinum töfratökum, en ef menn lesa þau af alúð, kenna þeir af þeim andvara af karlmannlegu þreki, og sá andvari er sá eftirómurinn, sem geymist lengst. Arnór Sigurjónsson.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.