Stígandi - 01.04.1944, Side 22

Stígandi - 01.04.1944, Side 22
STÍGANDI TIL HINS ÍSLENZKA ÞEGNS Nú hefir vorið að völdunum setzt og vakið til starfshátta sinna. Sitt ráð hafa sumarlangt fuglarnir fest og fagnandi' að hreiðurgerð vinna. Og sól ekur vagni um víðáttur nyrzt og vakir jafnt nætur sem daga. en lífsveigar drekka úr daggperlum þyrst sér draumfögur blómstur í haga. En ósjaldan klakinn í djúpinu dvelst, þótt dafnandi blómjurt 'ann hylji, en seinsprottin er hún og kjarnstolin kvelst, þótt kyssi' hana sólin og ylji. Svo oft fór um gróður, er sýndist í sól og sumardýrð langstundis baða: Við undirdjúps meinsemd þó kjörrætur kól, svo kippti úr vexti til skaða. Og eins gerir jarðsúrinn jurtunum mjög til jafnvaxtar erfitt að dafna þeim hinum, sem rótum um léttbrotin lög sér lífsþreki' og vaxtarstyrk safna. Og því eru mýrar og mosalönd ræst, að myldist og þorni um rætur, því jurtunum tregast við táp hefir bætzt, er tók þær af sýrum í fætur. Og viljir þú rækta þín garðlönd sem gerst í gjörþíða moldina sáðu, því klakahögg hatursins varð þeim æ verst, sem vöxtinn og lífsfylling þráðu. Og grunnvatnið reyndu að ræsa þar úr, svo ræturnar hvergi það slævi, því öfundarkuldinn og illgirnissúr er ekki við kjörjurta hæfi.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.