Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 22

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 22
STÍGANDI TIL HINS ÍSLENZKA ÞEGNS Nú hefir vorið að völdunum setzt og vakið til starfshátta sinna. Sitt ráð hafa sumarlangt fuglarnir fest og fagnandi' að hreiðurgerð vinna. Og sól ekur vagni um víðáttur nyrzt og vakir jafnt nætur sem daga. en lífsveigar drekka úr daggperlum þyrst sér draumfögur blómstur í haga. En ósjaldan klakinn í djúpinu dvelst, þótt dafnandi blómjurt 'ann hylji, en seinsprottin er hún og kjarnstolin kvelst, þótt kyssi' hana sólin og ylji. Svo oft fór um gróður, er sýndist í sól og sumardýrð langstundis baða: Við undirdjúps meinsemd þó kjörrætur kól, svo kippti úr vexti til skaða. Og eins gerir jarðsúrinn jurtunum mjög til jafnvaxtar erfitt að dafna þeim hinum, sem rótum um léttbrotin lög sér lífsþreki' og vaxtarstyrk safna. Og því eru mýrar og mosalönd ræst, að myldist og þorni um rætur, því jurtunum tregast við táp hefir bætzt, er tók þær af sýrum í fætur. Og viljir þú rækta þín garðlönd sem gerst í gjörþíða moldina sáðu, því klakahögg hatursins varð þeim æ verst, sem vöxtinn og lífsfylling þráðu. Og grunnvatnið reyndu að ræsa þar úr, svo ræturnar hvergi það slævi, því öfundarkuldinn og illgirnissúr er ekki við kjörjurta hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.