Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 38

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 38
116 GUNNAR í HÓLUM STÍGANDI báru margir óttablandna virðingu fyrir honum vegna þeirra yf- irburða hans. Sótti hann kvonbænir þessar af miklu kappi, ef einhver fyrirstaða var. Væri svarið alger neitun, stóð hann upp í þykkju og vildi ekki þiggja neinn beina. Vék hann sér þá að stúlkunni, um leið og hann setti hattinn á höfuð sér, og sagði snúðugt: „Nú set ég upp þann svarta, en sjáðu til, stúlka góð, að betur fari“. Var þá fátt um kveðjur. Til Hóla fór síra Magnús með Gunnari vinnumanni sínum og bar upp bónorðið fyrir hans hönd. Tókust þau ráð, svo að prest- ur þurfti ekki að setja upp þann svarta með þykkjusvip, þegar erindinu var lokið. Giftust þau síðan, Gunnar og Guðrún, og fór vel á með þeim. Bjuggu þau í Hólum til ellidaga. Mun Páll hafa hætt að búa, þegar þau tóku við, en á einhverjum hluta jarðar- innar bjó lengi maður, sem Tómas hét Egilsson. Hann þótti nokkuð harðdrægur í viðskiptum og naumur í útlátum við menn og skepnur. Munu þeir bændur ekki hafa átt lund saman, því að Gunnar var ör í skapi, hreinlyndur og vildi ógjarnan láta hlut sinn fyrir öðrum. Lítur út fyrir af því, sem síðar mun sagt verða, að Tómasi hafi verið í nöp við Gunnar fyrir skáldskap hans. Ef til vill hefir honum fundizt sneitt að sér í einhverri vísu. Vísa berst víða og lifir lengur en töluð orð. Samt gekk samlyndi milli búanna allvel lengi framan af. Guðrún, kona Gunnars, var stillt kona og gætin í framkomu, unni Gunnar henni mikið, og mun hún hafa gert sitt til þess, að friður héldist milli bændanna. Tómas átti einn son af fyrra hjónabandi, sem Tómas hét. Var hann lítið eitt eldri en börn Gunnars. Lék hann sér með þeim í bernsku. Á þessum árum mun Gunnar hafa ort allmikið. Þá var farið að kalla hann Hólaskáldið, og fylgdi það nafn honum síðan. Flest mun það glatað, sem hann orti, því að hann hirti ekki um að halda því saman. Var hann þó sæmilega skrifandi. Fátt eitt heyrði ég af kveðskap Gunnars, þegar ég var barn. Nú er það flest gleymt. Hér er ein vísa, sem hann kvað, þegar hann gekk heim af engjum: Víkur slægjum fólkið frá, ferskan verðinn sjóða, rýkur bæjum öllum á yfir fjörðinn góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.